Dao de jing / Tao Te Ching — w językach islandzkim i portugalskim

Islandzko-portugalska dwujęzyczna książka

Laó Tse

Dao de jing

Lao Tzu

Tao Te Ching

1. Frumdjúpið

Capítulo I

Það Alvald, sem um er talað, er ekki Vegur eilífðarinnar. Það nafn, sem unnt er að fá því, er ekki ímynd hins eilífa.
Tilvistarlaust er það upphaf himins og jarðar. Í tilvist er það móðir allra hluta.
Sá, sem lyftir sér yfir hneigðir, opnar fyrir leyndardóminn, en heillaðir af hneigðum sjá menn aðeins yfirborðið.
Hið tilvistarlausa og tilveran eru innst inni eitt og hið sama, en ólík að framkomu og nafni. Í einingu nefnast þau undirstaðan, djúp á bak við djúp, hlið leyndardómsins.

O Tao que se pode discursar
Não é o eterno Tao.
O Nome que pode ser nomeado
Não é o eterno Nome.
O Não-ser
É o nome da origem do céu e da terra.
O Ser
Nomeia a mãe das dez-mil-coisas.
Por isto:
No Não-ser
Contempla-se o deslumbramento.
No Ser
Contempla-se sua delimitação.
Ambos, o mesmo, com nomes diversos
O mesmo diz-se mistério.
Mistério dos mistérios
Portal de todo deslumbramento.

2. Vegir hins vitra

Capítulo II

Þá er menn skynja fegurðina, hafa þeir jefnframt hugfest, hvað sé ljótt. Þá er menn finna til gæskunnar, er jafnframt ljóst, hvað ekki er gott.
Þannig er tilvist og tilvistarleysi hvort annars upphaf, eins og hið torvelda og auðvelda, langt og stutt, hátt og lágt, hljómur og samhljómur fyrr og síðar.
Hinn vitri starfar því án strits og kennir án orða.
Þá er hlutirnir koma í ljós, bregzt hann ekki. Hann framleiðir, en safnar ekki auði. Hann starfar, en telur sér það ekki til gildis. Og þar eð hann krefst einskis handa sjálfum sér, á hann ekki neinn missi á hættu.

Sob o céu:
Quando reconhecemos o que faz o belo ser belo
Surge o feio!
Quando reconhecemos o que faz o bem ser bom
Surge o mal!

Por isto:
O Ser e o Não-ser
Surgem mutuamente;
O fácil e o difícil
Complementam-se;
O longo e o curto
Condizem;
O alto e o baixo
Convivem entre si;
O som e a voz
Casam-se;
O antes e o depois
Seguem-se.

Por isto:
O homem santo cumpre suas ações sem agir,
Pratica o ensino sem falar,
E as dez-mil-coisas agem sem serem impedidas.
Ele cria e nada possui,
Atua e não nada guarda,
Realizada a obra ele não se apega.
E justamente por não se apegar
Ela não se esvai.

3. Að stilla til friðar

Capítulo III

Menn komast hjá úlfúð með því, að hefja verðleika manna upp til skýjanna. Koma má í veg fyrir þjófnað með því að telja ekki sjaldgæfa hluti verðmæta. Með því að örva ekki nautnirnar, varðveitist rósemi hjartans.
Þannig drottnar hinn vitri — hann styrkir hugann, vakir yfir andanum, hlífir kröftunum og hreystir fæturna.
Hann gjörir menn fráhverfa brögðum og ásælni, og hinir bragðvísu verða ekki framar óhultir í kænsku sinni. Hann starfar án strits, og stjórn hans farnast vel.

Se não privilegiarmos os bons, o povo não compete;
Se não valorizarmos os bens custosos, o povo não rouba;
Se não exibirmos coisas desejáveis, o coração do povo não erra.
Por isso o governo do homem santo:
Esvazia os corações e sacia as entranhas;
Enfraquece as vontades e revigora os ossos;
Nunca deixa o povo ter conhecimento e desejos;
Para o douto não ousar agir.
Agindo o não-agir então não há desgoverno.

4. Hin fyrstu rök

Capítulo IV

Alvaldið er eins og ker, sem fyllist ekki — ómælisdjúp, sem er upphaf alls.
Það máir brúnirnar, breyðist í fyllingu, slær móðu á það, sem glitrar, og er sem rykið. Í djúpri kyrrð.
Ég veit ekki uppruna þess; það er eldra en guð.

O Tao é um vaso vazio
Cujo uso nunca transborda.
Abismo!
Parece o ancestral das dez-mil-coisas!
Abranda o cume;
Desfaz o emaranhado;
Modera o brilho;
Une o pó.
Profundo!
Parece existir algo!
Eu não sei de quem ele é filho
Parece ser o anterior ao Ancestral.

5. Allt jafn-kært

Capítulo V

Himni og jörðu er allt jafn-kært; þau virða allt og alla sem hátíðleg fórnartákn.
Hinum vitra er allt jafn-kært; hann lítur á alla með lotningu.
Himinvíddin er sem smiðjubelgir; þótt þeir tæmist, halda þeir krafti sínum, og þegar þeir eru hreyfðir, taka þeir til starfa. En málugur maður er brátt að þrotum kominn.
Best er að vaka yfir hugskoti sínu.

O Céu e a Terra não têm amor humano;
Consideram as dez-mil-coisas como cães de palha
O homem santo não possui amor humano;
Considera as dez-mil-coisas como cães de palha.
O espaço entre o céu e a terra é como um fole!
Esvazia sem contrair-se, ao soprar-se mais sons produz.
Mas muitas palavras e números o esgotam
Melhor guardar o que está no íntimo.

6. Móðurskautið

Capítulo VI

Alvaldið er óþrotlegt eins og sírennandi lind. Það er nefnt móðurskautið djúpa. Það er undirrót himins og jarðar. Það er eilíft og starfar blíðlega án strits.

O espírito do vale nunca morre
Ele chamado de mulher misteriosa.
O portal da mulher misteriosa
É a raiz do céu e da terra.
Initerrupta e perpétua
Parece lá existir
Contudo age sem esforço.

7. Að draga sig í hlé

Capítulo VII

Himinn og jörð eiga sér langa ævi, vegna þess að þau lifa ekki sjálfum sér. Þess vegna munu þau haldast.
Þannig er hinn vitri — hann tranar sér ekki fram og verður fyrir því fremstur; hann hirðir ekki um sjálfan sig, en hlýtur samt langa ævi. Mun það ekki stafa af því að hann lifir ekki sjálfum sér? Þess vegna getur hann fullkomnað starf sitt.

O céu é eterno e a terra duradoura:
O céu e terra são eternos e duradouros
Por não viverem para si mesmos
Isto lhes faz durarem eternamente.
Por isto o homem santo:
Ficando atrás, aparece em primeiro;
Ficando fora, persiste.

Não é por ter nada seu
Que poderá realizar o que é seu?

8. Dyggðin eins og vatnið

Capítulo VIII

Hin æðsta dyggð er eins og vatnið. Á allan hátt er það nytsamt. Án baráttu sezt það þar að, sem auðvirðilegast þykir. Þannig er Alvaldið.
Um bústaðinn skiptir mestu, hvar hann stendur — um hjartað, að það sé djúpt, og að talið sé hreinskilið. Í umgengni er mest um vert að leita góðra manna, og stjórnin á að halda uppi reglu; í umsýslu ber að leggja stund á dugnað, og framkvæmdir eru beztar á réttum tíma.
Og þá er menn forðast deilur, lætur óvild ekki á sér bæra.

O bem supremo é como a água.
Água:
Beneficia às dez-mil-coisas sem conflito
Habita os lugares que os homens abominam
Por isto aproxima-se do Tao.
Para a moradia : bom é onde morar.
Para o coração : bom é a profundidade.
Para a doação : bom é o amor.
Para o falar : bom é a sinceridade.
Para o governo : bom é a ordem.
Para o trabalho: bom é a competência.
Para o movimento: bom é a ação.
Eis que se não existe disputa não existe oposição.

9. Auðlægð varhugaverð

Capítulo IX

Betra er að fylla ekki kerið en bera það fullt. Það eyðist, sem handleikið er og brýnt án afláts.
Eigi menn fullan sal gulls og gimsteina, fá menn ekki gætt þeirra.
Auðlægð og vegsemd vekja metnað, sem leiðir til slysa.
Það er er vegur eilífðarinnar að draga sig ekki í hlé, þegar gott verk er unnið og heiður fenginn.

Manter transbordando, melhor parar.
Manter afiando, não vai durar.
Uma sala cheia de ouro e jade, não se pode guardar.
Ser rico e famoso, e ainda arrogante, por si só leva ao danar.
Ao concluir a obra deve-se afastar-se
Este é o Tao do céu.

10. Fyrirheit sjálfsagans

Capítulo X

Þegar kröftum anda og líkama er beitt saman, sundrast þeir ekki. Með því að anda á réttan hátt og veita geðmýktinni ráðrúm, er unnt að verða eins og lítið barn. Með því að hreinsa sálina og dýpka hugann, er unnt að verða flekklaus.
Jafnframt því að elska þjóðina og stjórna henni, er unnt að vera laus við strit.
Hlið himinsins opnast og lokast, og maður getur verið eins og fugl í hreiðri.
Það er hægt að líta skærum augum gegnum eðli allra hluta, án þess að láta hyggindin vísa sér veg.
Að glæða og ala önn fyrir, að framleiða en safna ekki auði, að starfa en heimta ekki, að mega sín mikils án þess að láta til sín taka — það er æðsta dyggðin.

Conseguir:
Unir a alma e o espírito em uma unidade inseparável;
Ter o sopro maleável de uma criança;
Polir a visão interior até torná-la sem mácula;
Amar os homens e reger o estado sem-agir;
No abrir e fechar da porta do céu, ser como a fêmea de um pássaro;
Penetrar nos quatro quadrantes sem saber.
Gerar e criar;
Gerar e não possuir;
Agir sem depender;
Presidir e não controlar.
Eis a vida secreta.

11. Nytsemi hins tilvistarlausa

Capítulo XI

Þrjátíu hjólrimar mætast í nöfinni, en nytsemi hjólsins er komin undir öxulgatinu. Leirkerin verða að gagni vegna þess, að þau eru hol að innan. Menn smíða dyr og glugga, og húsið verður nytsamt, af því að það er tómt.
Og geti tilveran borið ávöxt, er hið tilvistarlausa nytsamt.

Trinta raios cercam o eixo;
A utilidade do carro está no seu vazio.
O jarro é feito de barro moldado;
A utilidade do jarro está no seu vazio.
Fazem-se portas e janelas para a casa;
A utilidade da casa está no seu vazio.
Portanto:
O ser serve para ser possuído;
E o não-ser para ser utilizado.

12. Að leita sálarinnar

Capítulo XII

Af mergð litanna fá menn glýju í augun, fjölbreyttir hljómar sljóvaga eyrun, gómtamir réttir spilla bragðnæmi manna, veðhlaup og veiðar trylla þá, og þegar kostgripir eru í boði, verða menn á báðum áttum.
Þess vegna vakir hinn vitri yfir hugskoti sínu, en ekki skilningsvitum. Hann hverfur frá þeim og leitar heim til sálar sinnar.

As cinco cores cegam à visão do homem;
Os cinco tons ensurdecem à audição do homem;
os cinco sabores embotam ao paladar do homem;
Galopar e caçar aceleram ao coração do homem;
Bens custoso atrapalham às ações do homem.
Por isto o homem santo:
Atendendo ao interior e não à visão;
Afasta uma coisa e adota outra.

13. Að gleyma sjálfinu

Capítulo XIII

Heiður og vanheiður hvíla á ótta.
Gæfa og ógæfa eiga rætur í sjálfinu.
Hvernig getur heiður og vanheiður hvílt á ótta? Heiðurinn rýrir manngildið. Þegar heiður er fenginn, óttast menn að missa hann, og þegar heiður glatast, verða menn órólegir. Þannig er hvorttveggja hjúpað ótta, heiður og vanheiður.
Hvernig getur gæfa og ógæfa átt rætur í sjálfinu? Ógæfan sprettur af sjálfinu. Ef menn eru fráhverfir sjálfinu, hitta þeir ekki ógæfuna.
Nota má þann til að stjórna ríkinu, sem lítur á það eins og sjálfið, en þeim, sem hefur víðsýnan anda, geta menn óhultir fengið völdin í hendur.

Honra e desonra são como cavalos em fuga:
Causam grandes aflições ao corpo.
Mas por que se diz:
Honra e desonra são como cavalos em fuga?
A honra eleva;
A desonra derruba;
Ganhar esta ou perder aquela é assustador.
Por isto que se diz:
Honra e desonra são como cavalos em fuga.
Mas por que se diz:
Causam grandes aflições ao corpo?
Por ter um corpo que tenho grandes aflições:
Mas sem corpo que aflições teria eu?
Portanto:
Quem honra ao mundo como o seu corpo;
A este pode-se confiar o mundo.
Quem ama ao mundo como o seu corpo;
A este pode-se entregar o mundo.

14. Birting leyndardómsins

Capítulo XIV

Þegar við skyggnumst eftir því, festum við ekki sjónar á neinu og köllum það þess vegna litlaust.
Þegar við hlustum, heyrum við ekkert, og köllum það þess vegna hljóðlaust.
Þegar við þreifum, festum við ekki hönd á neinu, og nefnum það þess vegna ónáanlegt.
Þessi viðhorf, sem verður ekki skynjuð, eru okkur ímynd hins Eina.
Það er ekki ljóst að ofan, ekki myrkt að neðan. óþrolegt í starfi sínu, og verður ekki orðfest; það hverfur aftur í tilvistarleysið. Það er form hins formlausa, birting hins dulda, hyldýpi leyndardómsins.
Þegar við mætum því, sjáum við ekki ásjóna þess; þegar við eltum það, eygjum við það ekki.
Að öðlast hina fornu þekkingu á Alvaldinu og breyta samkvæmt henni — það er að vera kominn á veg lífsins.

Olhamos e não vemos: o nome soa semente.
Escutamos e não ouvimos: o nome soa sutil.
Tocamos e não sentimos: o nome soa pequeno.
Estes três não podem ser decompostos:
Entrelaçados constituem um.
Seu alto não é luminoso;
Seu baixo não é escuro;
Contínuo…não se pode nomear;
Retorna ao não-ser.
Isto é chamado: forma sem-forma;
Imagem da não-coisa;
Isto é chamado: claro-escuro;
Ao encontrá-lo não se vê rosto;
Ao segui-lo não se vê as costas.
Voltando ao caminho antigo
Poderemos reger o presente
E conhecer a origem da antiguidade.
Isto é: o fio condutor do Tao.

15. Fornir vitringar

Capítulo XV

Hinir fornu vitringar höfðu hvassan andlegan skilning á leyndardómi tilverunnar, svo djúpan, að menn gera sér ekki grein fyrir því. Þess vegna vil ég reyna að lýsa þeim.
Þeir voru aðgætnir, eins og sá sem fer yfir vatnsfall að vetrarlagi; óframfærni, eins og sá sem vantreystir náunga sínum; varhuga, sem gestur meðal ókunnugra; hörfandi eins og snjór í sólbráði; einfaldir, sem óunninn viður. Þeir voru lágir, eins og dalur, og ógagnsæir, eins og gruggugt vatn.
Gruggugt vatn verður tært, þegar það er í kyrrð. Getur ekki lífið aftur látið á sér bæra, þar sem kyrrð er og friður?
Þeir, sem fylgja Alvaldinu á þennan hátt, hirða ekki um nægtir og mega þess vegna við því að virðast úreltir og lítils háttar.

Na Antiguidade os que atuavam pelo Tao
Estavam sutilmente penetrados no místico
Tão profundamente que eram irreconhecíveis
E por serem irreconhecíveis força-se a descrever seu aspecto exterior.
Cautelosos! Como quem cruza águas no inverno!
Vacilantes! Como quem teme vizinhos dos quatro lados!
Reverentes! Como hóspedes!
Evanescentes! Como o gelo que derrete!
Genuínos! Como a lenha não trabalhada!
Abertos! Como o vale!
Opacos! Como a água escura!
Quem pode, no repouso, clarear pouco a pouco o escuro?
Quem pode, no movimento, produzir pouco a pouco a paz?
Quem guarda o Tao não deseja o muito
E por não buscar o muito pode renovar-se.

16. Aftur til upphafsins

Capítulo XVI

Þegar maður hefir tæmt sig af öllu, mun friðurinn mikli koma yfir hann.
Allir hlutir koma fram í tilvistina, og menn sjá þá hverfa aftur til upphafsins.
Að hverfa aftur til upphafsins er friðurinn; það er að hafa náð takmarki tilvistar sinnar.
Að ná þessu er að öðlast eilífðina. Sá, sem finnur til eilífðarinnar, nefnist vitur. Sá, sem skynjar ekki eilífðina, veitir ástríðum ráðrúm og verður fyrir ógæfu. Að finna til eilífðarinnar víkkar sálina og lyftir henni. Víðsýnn andi hefur samúð með öllu. Í samúðinni finnst konungdómurinn, í konungdóminum himinninn, og himninum Alvaldið. Sá, sem dvelur með Alvaldinu, líður ekki undir lok; þó að líkaminn leysist sundur, er engin hætta á ferðum.

Atingindo o vazio absoluto;
Conservando-se firme no repouso;
As dez-mil-coisas fluem.
E eu as contemplo no refluxo:
As coisas florescem
E retornam todas à raiz.
O retorno à raiz soa: repouso;
Isto é chamado retorno ao destino.
O retorno ao destino soa: eternidade
Conhecer a eternidade soa: iluminação.
Não conhecer a eternidade é o erro que traz o azar
Conhecer a eternidade é ser abrangente.
Ao conhecer a eternidade, há justiça
Ao haver justiça há mediação.
Ao haver mediação, há o céu;
Ao haver o céu, há o Tao;
Ao haver o Tao há duração.
Dissolvendo-se o corpo não há perigo.

17. Umskipti aldanna

Capítulo XVII

Á frumöldunum tók fólk ekki eftir konungum sínum. Næstu kynslóðir unnu þeim og töluðu vel um þá; síðan óttuðust menn þá og fyrirlitu þá að lokum.
Engum er treyst, nema hann sýni traust.
Í fyrstu voru menn varkárir í tali sínu. Þegar góð og nytsöm störf voru unnin, sögðu menn: "Við breytum svo, sem eðlilegast er."

A alta antiguidade desconhecia regentes:
Tempos depois os regentes foram amados e louvados;
Tempos depois os regentes foram temidos;
Tempos depois os regentes são desprezados…
Estes não merecem fé.
Pensativos!
Aqueles sim ponderavam as palavras;
E concluindo a obra as coisas seguiam sua natureza;
E as cem famílias diziam:
«Por nós, somos o que somos».

18. Þegar alvaldið gleymist

Capítulo XVIII

Þegar Alvaldið mikla gleymist, láta menn sér títt um "kærleik og skyldur við náungann."
Þegar hyggindin eru sett í hásætið, fyllist heimurinn af yfirdrepsskap.
Þegar sannri ættrækni hnignar, hafa menn hátt um sonarlegar skyldur og föðurlega þolimæði.
Þegar land er á fallanda fæti, verður konungshollusta og hlýðni efst á baugi.

Quando o grande Tao se retrai
Surgem o amor humano e a justiça.
Quando a sabedoria e a crítica prosperam
Surgem as grandes mentiras.
Quando os laços familiares se rompem
Surgem o dever filial e paternal.
Quando as nações estão em desordem
Surgem os funcionários leais.

19. Aftur til einfeldninnar

Capítulo XIX

Með því að hætta við heilagleikann og sleppa hyggindunum, mundi fólk verða hundraðfalt betra. Ef menn hirtu minna um kærleik og skyldur við náungann, mundi verða meira um sanna velvild.
Ef hætt er við kappstrit og ekki skeytt um gróða, munu þjófar og ræningjar hverfa.
Þessir vegir hafa leitt menn í öfuga átt. Menn varist yfirskin og haldi sér að sanngildinu. Menn lifi í einfeldni og hreinleik hjartans og hafi hemil á sjálfinu og ástríðum þess.

Quando se diz não à santidade e fora ao saber
O povo é favorecido cem vezes mais.
Quando se diz não ao amor humano e fora à justiça
O povo volta a ser filial e paternal.
Quando se diz não à habilidade e fora ao lucro
Não há roubos não há assaltos.
Se, nestas três sentenças, só existir aparência
Aparência não será, por si só, suficiente.
Por isto deve-se seguir esta regência:
Mostrar-se como a seda;
Abraçar a simplicidade;
Diminuir os interesses;
Dissolver as paixões.

20. Öðruvísi en hinir

Capítulo XX

Slepptu lærdómi þínum, og þú munt verða laus við áhyggjur. Munurinn á líkum og vissu er ekki mikill. En hyldýpi er á milli góðs og ills.
Það, sem menn óttast, mótar hug þeirra, og þeir munu löngum vera í myrkri.
Fólk unir sér við gleði og glaum, eins og þegar haldin er fórnarhátíð eða menn litast um úr háum turni á vordegi. Ég einn er hljóður, og engin löngun hreyfir sér hjá mér. Ég er eins og lítið barn, sem er ekki farið að brosa.
Ég er einmanna og yfirgefinn, eins og ég ætti hvergi heima. Almenningur hefur gnægðir góðra hluta, en ég einn virðist fara alls á mis. Ég er sem fáránlingur, frá sér numinn. Aðrir menn ljóma af hyggindum; á mig einan ber skugga. Þeir hafa ærna dómgreind; ég einn er heimskur.
Ég sem borinn af bylgjum hafsins og virðist hvergi eiga búna hvíld.
Allir aðrir hafa eitthvað að starfa; ég einn er duglaus og klaufalegur. Ég einn er öðruvísi en hinir, en ég heiðra hina nærandi móður allra hluta.

Quando se diz «não» ao estudo vai-se a inquietação.
Entre um sim e um não qual a distinção?
Quando bem e mal se diferenciam?
O que os homens temem não pode-se não temer?
Estéril! Esse nem sim nem não!
O povo está radiante
Como na alegria da festa sagrada
Como no subir nos altos na primavera…
E só eu, hesitante, não recebi sinais auspiciosos;
Como um recém-nascido que não sabe brincar;
Uma marionete sem saber para onde voltar.
O povo tem o supérfluo;
E só eu sou como esquecido.
Eu, com um coração idiota;
Confuso e obscuro.
As pessoas são brilhantes;
E só eu sou ofuscado e tolo.
As pessoas são vibrantes;
E só eu sou melancólico.
Irrequieto como o mar
Rodopiando como o vento sem lugar.
O povo tem suas metas
E só eu sou teimoso e tosco.
Mas só eu sou diferente dos outros
Pois honro a Mãe nutriente.

21. Hið órannsakanlega upphaf

Capítulo XXI

Fylling dyggðarinnar veitir Alvaldið, hinn sanni veruleiki, hið ósnertanlega, hið órannsakanlega.
Órannsakanlegt, ósnertanlegt, og geymir þó fyrirmyndir alls, sem er. Ósnertanlegt, órannsakanlegt, og geymir þó allan sannan veruleik.
Djúpt og myrkt, en hið sanna verulega, sem hefur óbifanlega festu til að bera og aldrei bregzt. Nafn þess er ævarandi. Allir hlutir koma frá því með fegurð sína.
Hvernig veit ég, að það er upphaf alls? Fyrir Alvaldið.

O conteúdo da grande virtude
Provém inteiramente do Tao.
O Tao gera todas as coisas
De modo tão ofuscante que obscurece.
Obscuras e ofuscantes são suas imagens.
Ofuscantes e obscuras, nele estão as coisas.
Tenebrosa e insondável, nele está a semente.
E esta semente é a verdade
E no seu interior está a autenticidade.

Da antiguidade até hoje
Temos de usar nomes
Para examinar todas as coisas.
Mas como sei como surgem todas as coisas?
Justamente por sua semente.

22. Það sem auðmýktin öðlast

Capítulo XXII

Hinn ófullkomni fullkomnast, hinn bogni réttist, hinn tómi fyllist, hinn slitni endurnýjast.
Sá, sem hefur fáar óskir, mun fá þær uppfylltar. Sá sem girnist margt, missir af því.
Þess vegna ástundar hinn vitri einfeldni og verður fyrirmynd allra.
Hann býst ekki í skart, þess vegna ljómar hann; hann heldur sér ekki fram, og það er ágæti hans; hann er laus við sjálfsþótta og ber því af öðrum.
Og af því að hann keppir ekki við aðra, getur enginn keppt við hann.
Orðtak fornmanna, að hinn ófullkomni fullkomnast og hverfur heim aftur í friði.

Ao curvar-se, fica-se inteiro;
ao torcer-se, fica-se reto;
ao esvaziar-se, fica-se cheio;
ao envelhecer, fica-se novo.
Quando se tem pouco, obtêm-se;
quando se tem demais, perturba-se.
Desta forma:
O homem santo abraça a unidade
e torna-se modelo debaixo do céu.
Não se exibindo, brilha;
não se afirmando, aparece;
não se vangloriando, obra;
não se enaltecendo, perdura.
Não disputa;
logo ninguém sob o céu pode com ele disputar.
A palavra antiga: ao curvar-se, fica-se inteiro;
não é uma palavra vazia,
em verdade, está nela a unidade.

23. Í samræmi við Alvaldið

Capítulo XXIII

Sá, sem fylgir sanneðli sínu, hefur taum á tungu sinni.
Ofsaveður helzt ekki til næsta dags, og hellirigning ekki allan daginn. Hvorttveggja er af völdum himins og jarðar. Himinn og jörð eru hvikul í starfi sínu, en maðurinn miklu fremur.
Sá sem er í samræmi við Alvaldið í verkinu, mun sameinast því.
Sá sem leggur stund á dyggðina, sameinast henni, en sá, sem lifir í löstum, sameinast þeim.
Þeir, sem eru í samræmi við Alvaldið, munu hljóta þá heill, að Alvaldið taki sér bústað hjá þeim. Þeir, sem eru á vegi dyggðarinnar, hljóta þá heill, að dyggðin tekur sér bústað hjá þeim. En þeir sem eru á lastavegi, munu hljóta fyllingu lastanna.
Engum er treyst, nema hann sýni traust.

Falar pouco é o natural.
Um ciclone não dura uma manhã inteira;
Um temporal não dura um dia inteiro.
Quem os produz?
Céu e terra.
Mas se as coisas do céu e da terra não duram;
Quanto mais devem durar as coisas humanas.
Portanto:
Quem segue o Tao é um com o Tao;
Quem segue a Virtude é um com a Virtude;
Quem segue a Perdição é um com a Perdição.
Quem se une ao Tao
O Tao o acolhe alegremente.
Quem se une à virtude
A virtude o acolhe alegremente.
Quem se une à perdição
A perdição o acolhe alegremente.
Onde há pouca fé
Não se encontra fé.

24. Enginn heiður að glæsimennsku

Capítulo XXIV

Sá sem tyllir sér á tá, stendur ekki stöðugt; þeim, sem stikar stórum, veitir örðugt um ganginn.
Sá, sem skreytir sjáfan sig, ljómar ekki, Sjálfsánægja veitir ekki upphefð, né sjálfshælni verðleika. Sá, sem upp hefur sjálfan sig, ber ekki af öðrum.
Þetta er fyrir Alvaldinu sem úrgangur matar eða mein á líkamanum og vekur óbeit allra.
Sá, sem er á Vegi eilífðarinnar, mun þess vegna forðast það.

Colocar-se na ponta dos pés
Não se obtém firmeza.
Com as pernas abertas
Não se pode andar.
Quem aparece
Não pode brilhar.
Quem se afirma
Não pode figurar.
Quem se gloria
Não terá méritos.
Quem se enaltece
Não pode perdurar.
Para o Tao ele soará:
Supérfluo.
Parasita.
Coisas que todos abominam.
Por isto, quem está no Tao
Nelas não cai.

25. Hinn fyrsti leyndrdómur

Capítulo XXV

Í upphafi var leyndardómurinn, áður en himinn og jörð urðu til, fullkominn, formlaus — í hátíðlegri kyrrð.
Hann varð til af sjálfum sér, óumbreytanlegur.
Hann má nefna móður allra hluta.
Ég veit ekki nafn hans, en kalla hann Alvaldið. Ef ég á að lýsa því frekar, nefni ég það óendanlegt.
Óendanlegt rennur það í stöðugum straumi. Það streymir burt og fjarlægist, og úr fjarlægðinni nálgast það aftur.
Alvaldið, himinninn, jörðin og konungurinn eru nefnd máttavöldin. Þau eru fjögur, og vitur konungur er eitt þeirra.
Lögmál mannsins er af jörðinni; lögmál jarðarinnar er af himni; lögmál himinsins er frá Alvaldinu. Alvaldið hefur sitt lögmál í sjálfu sér.

Há uma coisa indefinida, mas perfeita,
Que existe antes do Céu e da Terra.
Silenciosa e separada
Fica sozinha e imutável
Tudo permeia, mas nada põe em risco.
Pode ser chamada de Mãe sob o céu.
Não sei seu nome:
Escrevo Tao.
Forçado a nomear:
Chamo de Grande.
Grande significa além;
Além significa longe;
Longe significa retorno.
Por isto:
O Tao é grande;
O Céu é grande;
A Terra é grande;
O Homem é grande.
No Universo há quatro grandes:
O Homem é um dos quatro.
O Homem segue a terra;
A Terra segue o céu;
O Céu segue o Tao;
O Tao segue a si mesmo.

26. Alvara og rósemi

Capítulo XXVI

Þyngdin er rót léttleikans, kyrrðin drottnar yfir hreyfingunum.
Þess vegna varðveitir hinn vitri alvöru sína og rósemi allan daginn.
Þótt hann eigi skrautlegar hallir, dvelur hann þar í friði.
En hvernig ætti drottinn þúsund vagna að sýna kæruleysi um ríkið? Með léttúð missir hann hylli fólksins,og fyrir hviklynda framkomu verður honum steypt af stóli.

O pesado é a raiz do que é leve;
O repouso é o senhor da agitação.
Por isto o homem santo:
Em viagem não larga o peso de sua bagagem;
É solitário e calmo mesmo com visões gloriosas.
Mas o senhor de dez mil carros
Por eles desprezará seu Império?
Pela pressa perde-se a raiz;
Pela agitação perde-se a soberania.

27. Hin rétta aðferð

Capítulo XXVII

Góður göngumaður þyrlar ekki upp ryki. Góður ræðumaður segir ekkert, sem verður að fundið. Góður reikn- ingsmaður þarf enga töflur. Góður vörður þarf hvorki lása né slag- branda, en enginn getur opnað, þar sem hann lokar. Sá, sem bindur bezt, þarf engra reipa né hnúta við, en enginn getur leyst það, sem hann bindur.
Á sama hátt er vitur maður jafnan fær um að liðsinna félögum sínum, og hann misvirðir engan. Honum er jafnan sýnt um að gæta hlutanna, og lítisvirðir ekkert. Hann er sem hjúpað ljós fyrir alla.
Góðir menn leiðbeina því öðrum og betra þá, en vondir menn eru hið ríkulega viðfangsefni. Sá, sem heiðrar ekki meistara sinn, og hinn, sem elskar ekki viðfangsefni sitt, eru báðir blindir, þótt þeir séu kallaðir hyggnir.
Þetta er leyndardómur, undra- verður og áríðandi.

Quem bem caminha não deixa rastros.
Quem bem fala não necessita desmentir.
Quem bem calcula não usa ábaco.
Quem bem fecha não precisa de trancas;
E ninguém abre o fechado.
Quem bem liga não usa cordas;
E nada se solta.
Por isto o homem santo:
Sabe bem como salvar homens:
Não há homens rejeitados.
Sabe bem como salvar coisas:
Não há coisas rejeitadas.
Isto é chamado: entrar na lucidez.
Portanto:
O homem bom é modelo para o não-bom.
O homem não-bom é o incentivo para o bom.
Mas se não reconhecemos o modelo;
Nem cuidamos do incentivo;
Haverá erro mesmo que com acúmulo de conhecimento.
Isto é chamado: grande segredo.

28. Einfeldni — dyggð eilífaðarinnar

Capítulo XXVIII

Sá, er sameinar karlmennsku og kvenlega blíðu, mun verða eins og breitt fljót, sem allar lindir renna til. Þannig mun hann öðlast hina eilífu dyggð. Hann mun verða sem lítið barn.
Sá, sem veit, hve ljóminn gengur í augun, en heldur sig þó í skugganum, verður fyrirmynd allra að hógværð. Dyggðin eilífa heldur hlífiskildi yfir honum. Hann mun snúa aftur til upprunalegrar einfeldni.
Sá, sem er auðmjúkur í upphefðinni, mun verða eins og víður dalur og tekur við fyllingu hinnar eilífu dyggðar. Hann mun hverfa aftur til hins einfalda frumeðlis.
Upprunaleg einfeldni er eins og efniviður, sem ótal ker eru smíðuð úr. Sá, sem hefur hana, verður leiðtogi allra; hann er víðsýnn og beitir ekki ofbeldi.

Quem conhece o masculino;
E preserva o feminino;
É o abismo do mundo.
Sendo o abismo do mundo;
A virtude eterna não escorre para fora;
E ele volta a ser um recém-nascido.
Quem conhece o claro;
E preserva o escuro;
É o modelo do mundo.
Sendo o modelo do mundo;
A virtude eterna não escorre para fora;
E ele retorna à unidade.
Quem conhece a honra;
E preserva a vergonha;
É o vale do mundo.
Sendo o vale do mundo;
A virtude eterna é o bastante;
E ele retorna à simplicidade.
Se a simplicidade é decomposta
Compõem-se as funções.
O homem santo usa-a;
E torna-se mestre dos funcionários.
Portanto:
O grande governo não necessita de Cortes.

29. Án strits

Capítulo XXIX

Sá, er vill ríkið og leggur kapp á það, mun áreiðanlega fara á mis við það. Konungdæmið er andlegs eðlis og verður ekki fengið með striti. Sá, sem ætlar sér að vinna það með striti, spillir því; sá sem vill halda því í greipum sér, týnir því.
Ýmist ber menn áfram eða aftur á bak; ýmist er heitt eða kalt; styrkur og veikleiki skiptast á; hamingjan veltur á endanum.
Þess vegna forðast vitur maður kapp og strit, gætir hófs í hvívetna og varast eftirlæti við sjálfan sig.

Querer abarcar e manipular o mundo:
Eu vejo que não é possível.
O mundo é uma coisa espiritual;
É impossível manipular.
O manipulador iria arruiná-lo;
O abarcador iria perdê-lo.
Pois as coisas:
Ora precedem, ora seguem;
Ora se acalmam , ora se enfurecem;
Ora se fortalecem, ora fraquejam;
Ora ascendem, ora descendem.
Por isto o homem santo evita:
O excessivo.
O desmedido.
O desqualificado.

30. Varað við ófriði

Capítulo XXX

Sá, sem vill aðstoða þjóðhöfðingjann á vegum Alvaldsins, heldur uppi valdi sínu án þess að gríða til vopna. Aðferð hans ber ríkulegan ávöxt.
Þar sem herlið hefur slegið landtjöldum, vaxa þyrnar og þislar. Af herferðum leiðir hallæri.
Góður hermaður vinnur sigur, en nemur þar staðar og kúgar ekki. Hann berst, en stærir sig ekki af því og hrósar ekki happi. Hann berst því aðeins, að brúna nauðsyn beri til. Hann berst, er valdagirni er honum fjarri.
Þegar styrkur fullorðinsáranna er fenginn, fara ellimörkin að koma í ljós. Þetta er ósamræmi við Alvaldið og það, sem Alvaldinu er andstætt, er brátt að þrotum komið.

Quem ajuda o soberano através do Tao
Nâo viola o mundo com armas:
Porque tal ação sempre leva a uma reação.
Onde acampam exércitos crescem espinhos;
Sempre após combates seguem anos de miséria.
Boa é apenas a decisão e nada mais que isto!
Não há ousadia de conquistar pela violência!
Decisão sem auto-glorificação;
Decisão sem repressão;
Decisão sem orgulho;
Decisão devido a ser único modo de atuação;
Decisão sem violência.
Coisas que necessitam de reforço constante;
Logo envelhecem;
Isto é chamado: sem Tao.
Sem Tao logo não há Tao atuante.

31. Jarðarför og stríð

Capítulo XXXI

Vopn eru upphaf ógæfu, hversu skrautleg sem þau eru. Þau vekja óbeit allra. Þess vegna vill vitur maður ekki vera vopn.
Í friði er virðingarsætið til vinstri handar, en í stríði er hægra megin. Vopn eru verkfæri ógæfunnar, og vitur maður maður beitir þeim aðeins ef brýna nauðsyn ber til.
Hann þráir friðinn og hefur enga löngun til að sigra í stríði. Því að þá hefði hann gaman af manndrápum. Og sá, sem hefur ánægju af manndrápum, er ekki vel til þess fallinn að stjórna ríkinu.
Í friði og fagnaði er tignarsætið á vinstri hönd, en hægra megin þegar sorg er á ferðum. Undirforingjanum ber að vera á vinstri hlið, en yfirforinginn á að vera til hægri handar. Þetta skipulag er hið sama og við jarðarfarir.
Sá ætti að vera hryggur og harmþrunginn, sem vegið hefur að mörgum mönnum. Í sigursælum hernaði er sætum þess vegna skipað á sama hátt og við jarðarför.

Armas não são instrumentos de boa-sorte
São coisas que todos odeiam.
Portanto:
Quem está no Tao não se ocupam delas.
Quando em casa, o nobre honra seu lado esquerdo;
Quando usa armas, honra seu lado direito.
Armas não são instrumentos de boa-sorte
Não são instrumentos para nobres.
Mas se é impossível deixar de usá-las;
Utilize-as com calma e ponderação.
Ao vencer não louve a vitória.
Quem o faz alegra-se em assassinar;
E não pode alcançar seus objetivos no mundo.
Nos dias felizes prefere-se o lado esquerdo;
Nos dias infelizes prefere-se o lado direito.
O vice-comandante fica à esquerda;
O comandante fica a direita;
Do mesmo modo que o serviço fúnebre.
Massacres devem ser chorados com ais e lamentos;
Na vitória militar deve-se agir como em um serviço fúnebre.

32. Að fara veginn

Capítulo XXXII

Alvaldið — hið eilífa og óumbreytanlega — á sér ekkert nafn.
Þótt það sé einfalt í frumeðli sínu, þora menn ekki að færa sér það í nyt. Ef konungurinn gætti þess, mundu allir snúast sjálfkrafa til fylgis við hann.
Himinn og jörð mundu veita dögg og svala. Fólk mundi af sjálfum sér, án lagaboða, rata hinn rétta veg.
Jafnskjótt sem það kemur fram í tilverunni, fær það nafn. Og menn geta öruggir fengið þar hvíld. Þegar menn þekkja þá hvíld, er þeim ekki framar hætt við slysum og villu.
Alvaldið er heiminum það, sem fljótin og úthafið eru lækjum dalanna.

Tao… Intocável e Inominável;
Embora muito pequeno;
O mundo inteiro não o pode controlar.
Se reis e príncipes o preservarem;
As dez-mil-coisas por si mesmas se controlam.
Céus e terra se unem para destilar doce orvalho;
E o povo sem governo por si mesmo se coordena.
Mas quando ocorre a limitação
Logo surgem os nomes.
Quando os nomes surgem
Deve-se então saber parar.
Sabendo-se parar
Não se corre perigo.
Uma similaridade do Tao no mundo:
Os riachos da montanhas e águas do vales;
Indo para o rio e mar.

33. Vaka yfir sjálfum sér

Capítulo XXXIII

Sá er hygginn, sem þekkir aðra; hinn er vitur, sem þekkir sjálfan sig.
Sá er sterkur, sem sigrar aðra; hinn er mikilmenni, sem sigrast á sjálfum sér.
Sá er ríkur, sem ánægður er með hlutskipti sitt; þrekmikil starfsemi ber vott um vilja.
Sá, sem stendur vel í stöðu sinni, er öruggur.
Sá sem deyr, en ferst ekki, á hið langa líf fyrir höndum.

Quem conhece os outros é inteligente;
Quem conhece a si mesmo é sábio.
Quem vence os outros é forte;
Quem vence a si mesmo é poderoso.
Quem é auto-suficiente é rico;
Quem persevera tem aspiração.
Quem não perde seu lugar é estável;
Quem na morte não morre é vivo.

34. Starf í hógværð

Capítulo XXXIV

Alvaldið mikla býr í öllum hlutum. Það er til vinstri handar, og það er einnig á hægri hönd.
Allt, sem lifir, hvílir á því, Það varðveitir allt, og allir hlutir lúta því.
Það fullkimnar starf sitt og telur sér það ekki ti gildis. Ástríkt elur það önn fyrir öllu, en hirðir ekki um að vera kallaður drottinn. Að eilífu hefur það engar óskir og birtist í hinu smæsta.
Allir hlutir hverfa aftur til þess og vita ekki, að það veldur. Það birtist í hinu stærsta.
Þannig er hinn vitri. Hann skeytir ekki um mikilmennsku, og fyrir því verður starf hans víðtækt.

O grande Tao é transbordante:
Está à direita,
Está à esquerda.
As dez-mil-coisas provêm dele;
E ele não as rejeita.
Realiza a obra;
E não as chama de propriedade.
Ele veste e alimenta as dez-mil-coisas
E não se assenhora delas.
Não tem desejos
E por isto é pequeno.
Mas como tudo depende dele
Chamamos grande.
Assim o homem santo:
Não se engrandece
Por isto executa a grande obra.

35. Fyrirmyndin

Capítulo XXXV

Allir munu flykkjast að þeim, sem breytir eftir fyrirmyndinni miklu. Þeir leita þar athvarfs, og þá mun ekki sakna, heldur njóta þeir hvíldar og friðsællar hamingju.
Þar, sem glaumur er og gleði, munu vegfarendur nema staðar sem snöggvast.
En þótt Alvaldið sé bragðlaust og tilkomulítið á tungu mannanna og virðist ekki þess vert, að svipast sé um eftir eða á það sé hlustað, er nytsemi þess óþrotleg.

Quem é fiel ao Princípio
O mundo submete-se a ele.
Submete-se e não é prejudicado
E há grande paz.
Música e iguarias
Fazem o peregrino estagnar.
Mas o Tao surge da boca
Sem som e sem sabor.
Olha-se e nada se vê;
Ouve-se e nada se escuta;
Usa-se e nunca se esgota.

36. Umskipti í vændum

Capítulo XXXVI

Til þess að anda að sér, anda menn fyrst frá sér. Það, sem er því nær að þrotum komið, mun áreiðanlega rétta við áður. Það, sem er að því komið að niðurlægjast, mun verða upphafið áður. Þar, sem burt verður tekið, mun fyrst gefast.
Þetta kala ég hina dularfullu aðferð.
Mýktin sigrar hörkuna, og veikleikinn styrkinn.
Það má ekki flytja djúpfisk á grunn, og ekki ætti að snúa huga þjóðarinnar að vígbúnaði.

Para comprimir
Deve-se, primeiro, deixar expandir.
Para enfraquecer
Deve-se, primeiro, deixar fortalecer.
Para destruir
Deve-se, primeiro, deixar desabrochar.
Para retirar
Deve, primeiro, dar.
Isto é chamado:
Conhecer o invisível.
A leveza é maior que a dureza.
A fraqueza maior do que a fortaleza.
Não se tira o peixe das profundezas.
Não se mostra ao povo
Os mecanismos pela qual age o reino.

37. Í réttu horfi

Capítulo XXXVII

Alvaldið starfar án strits og lætur ekkert ógert.
Ef konungar eða höfðingjar gætu varðveitt það, myndu allir hlutir færast í lag af sjálfum sér.
Ef þessi breyting vekti mér þrá, mundi ég sefa hana með óumræðilegri einfeldni.
Óumræðileg einfeldni sefar þrá og veitir kyrrð. Og allt mun sjálfkrafa komast í réttar skorður.

O Tao é eterno não-fazer:
E nada fica por fazer.
Se reis e príncipes o preservarem;
As dez-mil-coisas por si mesmas se transformam.
Se tudo se faz provocando desejo
Eu o evito através da simplicidade.
A simplicidade inominável não gera desejos;
A ausência de desejos cria a paz;
E o mundo se endireita por si mesmo.

38. Manngildi og siðir

Capítulo XXXVIII

Hin æðri dyggð ljómar ekki, og er ágæti hennar. Hin óæðri dyggð hreykir sér og er þess vegna lítils verð.
Hin æðri dyggð starfar ósjálfrátt og þarf ekki að halda sér á lofti. Hin óæðri dyggð sér sinn hag og vill láta á sér bera.
Hin æðri ástúð starfar og er ósérplægin. Réttlætið starfar, en sér einnig sinn hag, þótt það sé göfugt.
Siðir og venjur færast mikið í fang, en eru sífellt á stjái og ryðja sér til rúms með ofbeldi, ef þeim er ekki viðtaka veitt.
Þess vegna er ekki unnt að draga dul á, að þegar Alvaldið hverfur, kemur dyggðin í ljós; þegar dyggðin er horfin, er ástúðin eftir; þegar ástúðin missist, kemur réttlætið til sögunnar; þegar réttlætið er farið veg allrar veraldar, setjast siðir og venjur að völdum.
Siðir og venjur eru aðeins skugginn af sannri sæmd og eru undanfari óeirða.
Grunnfærnin eltir vafurlogann og er upphaf heimsku.
Sannarlegt mikilmenni reisir á traustum grundvelli og fer ekki eftir yfirborðsgljáa. Hann hirðir ávöxtinn, en ekki blómið. Hann fleygir hisminu, en hirðir kjarnann.

A virtude superior não se ostenta virtude
Por isto tem virtude.
A virtude inferior não larga a virtude
Por isto não tem virtude.
A virtude superior não age
E por isto não deixa de agir.
A virtude inferior não age
E por isto deixa de agir.
Quando a moralidade atua e ninguém reage
Ela então atua com grande provocação.
Portanto:
Perdendo-se o Tao, eis a virtude;
Perdendo-se a virtude, eis o amor humano;
Perdendo-se o amor humano, eis a justiça;
Perdendo-se a justiça, eis a moralidade.
A moralidade reduz a fé e a fidelidade;
Sendo a origem de toda desordem.
O saber prematuro é mera aparência do Tao
E o começo de toda loucura.
Por isto o homem maduro:
Atem-se ao real e não à aparência;
Atem-se ao palpável e não ao impalpável;
Afasta o ali e agarra o aqui.

39. Lögmál stöðugleikans

Capítulo XXXIX

Frá því í fyrndinni hefur hið Eina búið í heiðríkju himinsins, festu jarðarinnar, andlegu eðli sálnanna, straumvötnum dalanna, lífi alls heimsins, stjórn konunga og þjóðhöfðingja. Allt þetta er sprottið af hinu Eina.
Án heiðríkju mundi himinninn glatast. Án festu mundi jörðin sundrast. Án andlegs eðlis væru sálirnar máttvana. Vatnslausir mundu dalirnir skrælna. Ef lífsaflið þryri, mundu allar skepnur deyja. Ef konungar og þjóðhöfðingjar misstu álit sitt og tign, yrði þeim steypt af stóli.
Þannig hvílir tign á því, sem lítils er virt, og það, sem gnæfir hátt, hvílir á hinu lægra. Þjóðhöfðingjar og konungar nefna sig þess vegna "munaðarleysingja", "smámenni" og "hálfsmíðaða vagna". Er þetta ekki játning þess, að tign þeirra hvíli á því, að þeir hreykja sér ekki? Hálfsmíðaður vagn er vissulega ekki fullkominn.
Þeim er ekki meira í mun að ljóma sem gimsteinn, en að vera eins og vanalegur malarhnöllungur.

Esta é a unificação dos príncipios:
O céu uno ficou limpo
A terra una ficou sólida
O espírito uno ficou avivado
O vale uno ficou cheio
As dez-mil-coisas unas ficaram geradoras
Os reis e príncipes unos ficaram dignos
Isto pela unificação.
O céu não limpo talvez rachasse
A terra não sólida talvez vacilasse
O espírito não avivado talvez sucumbisse
O vale não cheio talvez se esgotasse
As dez-mil-coisas não geradoras talvez se extinguissem
Os reis e príncipes não dignos talvez se destronariam.
Por isto:
O nobre tem suas raízes no humilde
O alto tem seu fundamento no baixo.
Por isto
Reis e príncipes devem ser intitulados:
Orfãos, viúvos e sem mérito
Porque suas raízes está na humildade. Ou não?
Portanto:
A glória verdadeira não se gloria.
Não deve-se buscar o esplendor do jade
Mas sim a rudeza da pedra.

40. Vegurinn

Capítulo XL

Leiðir Alvaldsins liggja heim.
Hógværð einkennir starfsemi Alvaldsins.
Allir hlutir eiga rót sína í tilverunni, en hið tilvistarlausa er upphaf tilverunnar.

O retorno é o movimento do Tao;
Suavidade é a operação do Tao.
Sob o céu:
As dez-mil-coisas nascem do ser
E o ser nasce do não-ser.

41. Ólík viðhorf

Capítulo XLI

Þegar vitur maður heyrir um Alvaldið, tekur hann sér alvarlega fyrir hendur að breyta eftir því. Þegar meðalmaðurinn heyrir frá því sagt, fylgir hann því um stundarsakir, en hverfur síðan frá því. Þegar heimskinginn heyrir um það, hlær hann. Ef honum fyndist það ekki hlægilegt, gæti það ekki með réttu kallazt Vegur eilífðarinnar.
Þess vegna segir hið fornkveðna:
"Sá, sem býr í ljóma Alvaldsins, hverfur í dimmu.
"Á Vegi eilífðarinnar virðist hann vera á afturför,
"og sú leið er eins og torfærir troðningar.
"Hin æðsta dyggð liggur djúpt, sem dalur,
"og fegurðin mesta er sem ofbirta í augun.
"Sá er auðugastur, sem ánægður er með lítið;
"einlæg dyggð er álitin sérvizka
"og stöðugleikur hennar hverflyndi.
"Hinn víðasti reitur hefur engar hliðar,
"og stærsta kerið er lengst í smíðum.
"Enginn hefur heyrt hina hæstu tóna.
"Hið stærsta er formlaust — skuggi skuggans.
Alvaldið er hulið, og ekkert nafn hæfir því, en það er máttugt í örlæti sínu, svo að allt megi fullkomnast.

Quando uma pessoa superior escuta o Tao;
Ele o pratica zelosamente.
Quando uma pessoa mediana escuta o Tao;
Ela o segue alguns momentos;
Mas não o segue em outros.
Quando uma pessoa inferior escuta o Tao;
Ela ri dele às gargalhadas:
Se não rir alto,
Então não ouviu sobre o Tao.
Por isto existem as sentenças:
O Tao é claro, mas parece escuro;
O Tao é progressivo, mas parece retrógrado;
O Tao é plano, mas parece escabroso.
A Virtude é suprema, mas parece um vale;
A Virtude é firme, mas parece vazia;
A Virtude é sólida, mas parece vacilante.
O grande quadrado não tem cantos;
O grande talento não termina cedo;
A grande música não se ouve;
A grande imagem não tem definição.
O Tao oculta-se no sem-nome
E só o Tao pode bem atuar
Dando a si mesmo.

42. Ummyndanir Alvaldsins

Capítulo XLII

Í fyrstu var Alvaldið eitt; hið Eina kom síðan í ljós í Tvennu; Tvennt birtist í Þrennu, sem varð upphaf alls. Allir hlutir láta dimmuna að baki og koma fram til að faðma ljósið, en andardáttur hins ósýnilega samræmir þá.
Mönnum er ekki um að vera munaðarleysingjar, smámenni, eða sem hálfsmíðaðir vagnar, en konungar og stórmenni nefna sig þannig. Því að sumir hlutir vaxa á því að minnka, en aðrir minnka á því að vaxa.
Þessi kenning annarra er einnig mín. Þeir, sem fara með ofríki og harðneskju, hljóta ekki eðlilegan dauðdaga. Á þessu vil ég reisa kenningu mína.

O Tao gera o Um;
O Um gera o Dois;
O Dois gera o Três;
O Três gera as dez-mil-coisas.
As dez-mil-coisas tem atrás de si escuridão;
A sua frente elas abraçam a luz;
E o vazio lhes dá a harmonia.
O que os homens mais detestam;
É serem orfãos, viúvos ou sem méritos;
Títulos de reis e príncipes.
Portanto:
As coisas se perdem quando se ganham;
E se ganham quando se perdem.
Eu também ensino conforme a tradição dos homens:
Os violentos não alcançam morte natural
Isto eu considero o fundamento do ensino.

43. Stritleysið nytsamt

Capítulo XLIII

Það, sem er hógværast í heimi, vinnur sigur á hinu harðasta.
Hið tilvistarlausa fer þar inn, sem ekkert op er fyrir.
Þetta sýnir mér, hver kostur það er, að vera án strits.
Fáir eru þeir sem hafa lært að kenna án orða og vera nytsamir án strits.

Sob o céu:
O mais suave
Vence aquilo que é mais firme.
O não-manifesto
Penetra naquilo que é impenetrável.
Nisto reconheço o valor da não-ação.
O ensino sem palavras;
O valor da não-ação;
Sob o céu poucos conseguem.

44. Hvað mest er um vert

Capítulo XLIV

Hvort er þér kærara, sál þín eða frægðin? Hvort er meira virði, sál þín eða eignir? Hvort er verra, að varðveita sálina og glata öðrum hlutum, eða varðveita þá og týna sál sinni?
Þeir, sem sækjast eftir frægð, hafna því, sem meira er um vert. Mikil ágirnd veldur miklu tjóni.
Sá, sem er ánægður, hefur ekkert, sem hann getur glatað. Sá þarf ekki að óttast vanvirðu, sem kann að stilla í hóf. Hann er ekki í neinni hættu og lifir lengi.

O nome ou sua pessoa:
O que deveremos privilegiar?
A pessoa ou suas posses:
O que deveremos valorizar?
O ganho ou a perda:
O que é pior?
Por isto:
Acumular coisas traz grande gasto.
Juntar coisas traz enorme desperdício.
Tendo-se o suficiente não se passa vergonha;
Sabendo controlar-se não se corre perigo;
E por isto pode-se durar permanentemente.

45. Aldrei algjör

Capítulo XLV

Þann mun ekki skorta viðfangsefni, sem lætur sér finnast fátt um mestu afrek sín. Þeim eru engin takmörk sett, sem lætur sér ekki nægja neina fyllingu.
Hann finnur, að ábóta er vant, þegar hann er réttlátastur — að hann er misvitur, þótt hann hafi ærna hyggni, og að einu gildir, hvort hann er orðsnjall eða staður í máli.
Starfsemi vinnur bug á kulda; hvíld eyðir hita.
Rósemi og hreinleikur hjartans veita rétta viðhorf.

A Grande Realização parece insuficiente;
Mas seu efeito é permanente.
A Grande Abundância parece vazia;
Mas seu efeito é inesgotável.
A Grande Retidão parece tortuosa;
A Grande Habilidade parece tolice;
A Grande eloquência parece balbuciante.
O movimento vence o frio;
O repouso vence o calor;
Pureza e repouso são os padrões do mundo.

46. Að sefa óskirnar

Capítulo XLVI

Þegar Alvaldið drottnar í heiminum, ganga hestar fyrir plógi. Þegar Alvaldið er að vettugi virt, fjölgar stríðsfákum á landamærum.
Enginn synd er meiri en að réttlæta metnað, engin ógæfa þyngri en sú, að vera óánægður með hlutskipti sitt, enginn löstur verri en ágirndin.
Sú fullnægja er tryggust, sem fólgin er í því, að vera ánægður.

Quando o Tao reina sob o céu
Usamos corcéis para carregar esterco.
Quando o Tao não reina sob o céu
Cavalos de batalha procriam nos pastos verdes.
O maior erro é submeter-se ao desejo;
A maior violação é ser insaciável;
A maior falta é querer possuir.
Por isto:
Saber bastar-se no que basta é o bastante.

47. Ekki langt sótt

Capítulo XLVII

Það er unnt að kynnast veröldinni án þess að koma út fyrir dyr. Það þarf ekki að líta út um gluggann til þess að sjá veg himnanna. Því víðförlari sem maðurinn verður, því minna skilur hann.
Þess vegna öðlast hinn vitri þekkingu án þess að ferðast. Hann gefur hlutunum heiti, þótt hann sjái þá ekki, og fullkomnar starf sitt án strits.

Sem sair de casa
Pode-se conhecer o mundo.
Sem olhar pela janela
Pode-se ver o Tao do céu.
Quanto mais longe se vai
Menos se conhece.
Por isto:
O homem santo
Não viaja e conhece;
Não olha e sabe;
Não age e realiza.

48. Áhyggjur um lærdóm

Capítulo XLVIII

Að sækjast eftir lærdóm eykur strit á hverjum degi. En á Vegi eilífðarinnar hverfur stritið.
Menn verða því sí og æ að hörfa frá stritinu, unz kyrrð er fengin. Ekkert er til, sem verður ekki fullkomnað án strits.
Sá, sem er áhyggjulaus, getur tekið við ríkinu. En hinn, sem gerir sér áhyggjur, er ekki fær um það.

No estudo a cada dia se cresce mais
No Tao a cada dia se decresce mais
E decresce, decresce
Até chegar-se à não-ação.
Na não-ação nada deixa de agir.
Conquista-se o mundo
Quando não se tem o que fazer.
Quando se tem o que fazer
Não se conquista o mundo.

49. Vinarþel

Capítulo XLIX

Vitur maður hefur ekki óbifanlegar skoðanir. Hann lagar sig eftir öðrum.
Ég launa gott með góðu; illt launa ég einnig með góðu. Þannig eflist hið góða.
Ég læt traust koma á móti trausti; á móti vantreusti læt ég einnig koma traust. Þetta eflir traustið.
Hinn vitri hefur sig ekki í frammi og er engum fráhverfur. Menn missa hvorki heyrnar né sjónar á honum, og hann reynist eins og börnum sínum.

O homem santo não tem coração:
Ele faz seu o coração das cem-famílias.
«Para os bons, sou bom;
Para os não-bons também sou bom;
Esta é a bondade da virtude.»
«Com o fiel, sou fiel;
Com o infiel também sou fiel;
Esta é a fidelidade da virtude.»
Sob o céu, o homem santo é pacífico
E faz com que os corações se unam.
As cem-famílias lhe dão olhos e ouvidos
E o homem santo as recebe como suas crianças.

50. Hafinn yfir dauðann

Capítulo L

Mann koma út í lífið og fara aftur inn í dauðann.
Þrír af hverjum tí efla sér lífið, og þrír greiða götu dauðans.
Enn eru þrír, sem ætla sér að lifa, en láta þó berast í áttina til dauðans. Hvað veldur? Hin óstjórnlega lífslöngun þeirra.
En ég hef heyrt, að hinn eini, sem kann að fara með lífið, sem honum er trúað fyrir, geti farið um land og þurfi ekki að sneiða hjá nashyrningum og tígrisdýrum — geti farið í stríið og þurfi ekki að hræðast vopn né herklæði. Nashyrningurinn getur hvergi stangað hann, né tígrisdýrið læst í hann klónum, og sverðið getur hvergi sært hann. Hvað veldur? Dauðinn finnur hvergi höggstað á honum.

Expôr vida é impôr morte.
Três em dez são companheiros na vida;
Três em dez são companheiros na morte;
Três em dez são companheiros que caminham para o campo de morte.
E qual é a razão?
Por viverem intensamente a vida.
Ouve-se do que bem cultiva a vida:
Por terra não encontra rinocerontes ou tigres
Entre um exército não sofre com armas e escudos.
O rinoceronte não encontra onde cravar o chifre;
O tigre não tem onde cravar as garras;
As armas não encontram onde cravar a lâmina.
E qual é a razão?
O homem santo não tem campo de morte.