Dao de jing / Дао Дъ Дзин — w językach islandzkim i bułgarskim

Islandzko-bułgarska dwujęzyczna książka

Laó Tse

Dao de jing

Лао Дзъ

Дао Дъ Дзин

© 1967 Ленин Димитров, превод от китайски

1. Frumdjúpið

1

Það Alvald, sem um er talað, er ekki Vegur eilífðarinnar. Það nafn, sem unnt er að fá því, er ekki ímynd hins eilífa.
Tilvistarlaust er það upphaf himins og jarðar. Í tilvist er það móðir allra hluta.
Sá, sem lyftir sér yfir hneigðir, opnar fyrir leyndardóminn, en heillaðir af hneigðum sjá menn aðeins yfirborðið.
Hið tilvistarlausa og tilveran eru innst inni eitt og hið sama, en ólík að framkomu og nafni. Í einingu nefnast þau undirstaðan, djúp á bak við djúp, hlið leyndardómsins.

Дао, което може да се назове, не е постоянно Дао.
Име, което може да се именува, не е постоянно име.
Безименното е начало на Небето и Земята.
Притежаващото име е майка на всички неща.
Ето защо, който няма страсти, вижда безпределното;
който има страсти, вижда пределното.
Тези двете имат еднакво начало, но различно име.
И двете се наричат дълбоко.
От една дълбочина към друга по-дълбока — врата на всяка тайна.>

2. Vegir hins vitra

2

Þá er menn skynja fegurðina, hafa þeir jefnframt hugfest, hvað sé ljótt. Þá er menn finna til gæskunnar, er jafnframt ljóst, hvað ekki er gott.
Þannig er tilvist og tilvistarleysi hvort annars upphaf, eins og hið torvelda og auðvelda, langt og stutt, hátt og lágt, hljómur og samhljómur fyrr og síðar.
Hinn vitri starfar því án strits og kennir án orða.
Þá er hlutirnir koma í ljós, bregzt hann ekki. Hann framleiðir, en safnar ekki auði. Hann starfar, en telur sér það ekki til gildis. Og þar eð hann krefst einskis handa sjálfum sér, á hann ekki neinn missi á hættu.

Когато хората узнаха красотата на красивото, разбраха грозното.
Когато хората узнаха добротата на доброто разбраха злото.
Ето защо битието и небитието взаимно се пораждат;
трудното и лесното взаимно се създават, дългото и късото взаимно се сравняват;
високото и ниското взаимно се склоняват;
гласните и съгласните взаимно хармонират;
предишното и следващото взаимно се редуват.
Ето защо мъдрецът чрез бездействието действува, чрез безмълвието учи;
нещата се създават той не подменя тяхното начало;
създава, но не обсебва, действува, но не е самонадеян;
завършва с успех, но не се хвали.
Именно защото не търси признание, то не може да му се отнеме.

3. Að stilla til friðar

3

Menn komast hjá úlfúð með því, að hefja verðleika manna upp til skýjanna. Koma má í veg fyrir þjófnað með því að telja ekki sjaldgæfa hluti verðmæta. Með því að örva ekki nautnirnar, varðveitist rósemi hjartans.
Þannig drottnar hinn vitri — hann styrkir hugann, vakir yfir andanum, hlífir kröftunum og hreystir fæturna.
Hann gjörir menn fráhverfa brögðum og ásælni, og hinir bragðvísu verða ekki framar óhultir í kænsku sinni. Hann starfar án strits, og stjórn hans farnast vel.

Ако се уважават „мъдреците“,
хората няма да се карат.
Ако не се скъпят редките вещи,
хората няма да крадат.
Ако няма съблазнителни неща,
сърцата на хората няма да се вълнуват.
Ето защо управлението на мъдреца иска:
да са пусти сърцата на хората,
да са пълни стомасите им,
да е слаба волята им,
да е силен гръбнакът им.
Той постоянно се стреми
народът да няма знания и страсти,
а имащите знания
да не смеят да действуват.
(Съгласно с принципа)
Действувай чрез бездействието
и ще има ред.

4. Hin fyrstu rök

4

Alvaldið er eins og ker, sem fyllist ekki — ómælisdjúp, sem er upphaf alls.
Það máir brúnirnar, breyðist í fyllingu, slær móðu á það, sem glitrar, og er sem rykið. Í djúpri kyrrð.
Ég veit ekki uppruna þess; það er eldra en guð.

Дао е пусто,
но използването му е неизчерпаемо.
О бездънно,
сякаш е праотец на всички неща.
Притъпим ли неговите остриета,
Освободим ли неговата хаотичност,
Смекчим ли неговите блясъци,
Уеднаквим ли неговите прашинки,
О как е чисто,
сякаш е изчезнало,
но съществува.
Аз не знам на кого е рожба,
то предшествува появяването на бога.

5. Allt jafn-kært

5

Himni og jörðu er allt jafn-kært; þau virða allt og alla sem hátíðleg fórnartákn.
Hinum vitra er allt jafn-kært; hann lítur á alla með lotningu.
Himinvíddin er sem smiðjubelgir; þótt þeir tæmist, halda þeir krafti sínum, og þegar þeir eru hreyfðir, taka þeir til starfa. En málugur maður er brátt að þrotum kominn.
Best er að vaka yfir hugskoti sínu.

Небето и Земята не притежават хуманност.
Те се отнасят към всички неща
като към жертвено куче,
направено от слама.
Мъдрецът не притежава хуманност.
Той се отнася към всички хора
като към жертвено куче,
направено от слама.
Пространството между Небето и Земята
не е ли като
в ковашки мех и флейта?
Пусто и неизкривено —
колко е по-голям тласъкът,
толкова е по-силен дъха.
Който много говори,
стига до задънка.
По-добре е да има мяра.

6. Móðurskautið

6

Alvaldið er óþrotlegt eins og sírennandi lind. Það er nefnt móðurskautið djúpa. Það er undirrót himins og jarðar. Það er eilíft og starfar blíðlega án strits.

Безсмъртната пустота
се нарича
най-дълбока самка.
Вратата на най-дълбоката самка
се нарича
корен на Небето и Земята.
Тя е вечна като съществуване
и действува без усилие.

7. Að draga sig í hlé

7

Himinn og jörð eiga sér langa ævi, vegna þess að þau lifa ekki sjálfum sér. Þess vegna munu þau haldast.
Þannig er hinn vitri — hann tranar sér ekki fram og verður fyrir því fremstur; hann hirðir ekki um sjálfan sig, en hlýtur samt langa ævi. Mun það ekki stafa af því að hann lifir ekki sjálfum sér? Þess vegna getur hann fullkomnað starf sitt.

Небето и Земята са дълговечни.
Ако Небето и Земята са дълговечни,
то е защото не съществуват за себе си,
затова могат да бъдат дълговечни.
Ето защо мъдрецът
като се поставя зад другите,
излиза пред тях;
като пренебрегва живота си,
го запазва.
Не се ли осъществява личният му интерес
тъкмо защото няма личен интерес?

8. Dyggðin eins og vatnið

8

Hin æðsta dyggð er eins og vatnið. Á allan hátt er það nytsamt. Án baráttu sezt það þar að, sem auðvirðilegast þykir. Þannig er Alvaldið.
Um bústaðinn skiptir mestu, hvar hann stendur — um hjartað, að það sé djúpt, og að talið sé hreinskilið. Í umgengni er mest um vert að leita góðra manna, og stjórnin á að halda uppi reglu; í umsýslu ber að leggja stund á dugnað, og framkvæmdir eru beztar á réttum tíma.
Og þá er menn forðast deilur, lætur óvild ekki á sér bæra.

Висшата добродетел е като водата
Водата допринася полза на всички неща,
но не се бори с тях.
Тя се стреми към (ниските) места,
които хората презират.
Ето защо прилича на Дао.
(Принципът на мъдреца е:)
Животът да следва земята.
Сърцето да следва дълбочината.
Благотворителността да следва жен.
Думите да следват искреността.
Управлението да следва спокойствието.
Делото да следва умението.
Постъпките да следват времето.
Именно защото (мъдрецът) не се бори,
затова е непогрешим.

9. Auðlægð varhugaverð

9

Betra er að fylla ekki kerið en bera það fullt. Það eyðist, sem handleikið er og brýnt án afláts.
Eigi menn fullan sal gulls og gimsteina, fá menn ekki gætt þeirra.
Auðlægð og vegsemd vekja metnað, sem leiðir til slysa.
Það er er vegur eilífðarinnar að draga sig ekki í hlé, þegar gott verk er unnið og heiður fenginn.

Който взема препълнен (съд),
по-добре е да не го взема.
Който преостря върха,
не може да го запази дълго.
Пълна зала със злато и яспис,
никой не може да опази.
Който се гордее с богатство и почести,
сее семето на своето падение.
Завършиш ли своето дело, (колкото и да е велико),
оттегли се.
Това е закон
на естественото Дао.

10. Fyrirheit sjálfsagans

10

Þegar kröftum anda og líkama er beitt saman, sundrast þeir ekki. Með því að anda á réttan hátt og veita geðmýktinni ráðrúm, er unnt að verða eins og lítið barn. Með því að hreinsa sálina og dýpka hugann, er unnt að verða flekklaus.
Jafnframt því að elska þjóðina og stjórna henni, er unnt að vera laus við strit.
Hlið himinsins opnast og lokast, og maður getur verið eins og fugl í hreiðri.
Það er hægt að líta skærum augum gegnum eðli allra hluta, án þess að láta hyggindin vísa sér veg.
Að glæða og ala önn fyrir, að framleiða en safna ekki auði, að starfa en heimta ekki, að mega sín mikils án þess að láta til sín taka — það er æðsta dyggðin.

Ако душата и тялото се слеят в едно,
възможно ли е да не се разделят?
Ако съсредоточаващ „Ци“ и се мек,
възможно ли е да си като детето?
Ако съзерцанието е чисто и дълбоко,
възможно ли е без грешка?
Да се обича народът и управлява държавата
възможно ли е без мъдруване?
Да отваряш и затваряш небесната врата
възможно ли е без самка?
При разбирането на всичко това
възможно ли е бездействието?
Да раждаш и да отглеждаш,
Да създаваш, но да не присвояваш,
Да действуваш, без да бъдеш самонадеян,
Да управляваш, но да не подчиняваш —
Това се нарича най-дълбоко Дъ.

11. Nytsemi hins tilvistarlausa

11

Þrjátíu hjólrimar mætast í nöfinni, en nytsemi hjólsins er komin undir öxulgatinu. Leirkerin verða að gagni vegna þess, að þau eru hol að innan. Menn smíða dyr og glugga, og húsið verður nytsamt, af því að það er tómt.
Og geti tilveran borið ávöxt, er hið tilvistarlausa nytsamt.

Тридесет спици обхващат главината;
в нейната вътрешна празнота
е полезността на колелото.
От глината правят прибори;
в тяхната вътрешна празнота
е пригодността на съда.
На дома пробиват врати и прозорци,
в неговата вътрешна празнота
е полезността на стаята.
Ето защо
битието е полезно,
небитието — пригодно.

12. Að leita sálarinnar

12

Af mergð litanna fá menn glýju í augun, fjölbreyttir hljómar sljóvaga eyrun, gómtamir réttir spilla bragðnæmi manna, veðhlaup og veiðar trylla þá, og þegar kostgripir eru í boði, verða menn á báðum áttum.
Þess vegna vakir hinn vitri yfir hugskoti sínu, en ekki skilningsvitum. Hann hverfur frá þeim og leitar heim til sálar sinnar.

Многото цветове
заслепяват зрението.
Многото тонове
заглушават слуха.
Многото подправки
развалят вкуса.
Бързата езда и ловът
вълнуват сърцето.
Скъпоценните неща
карат човека да краде.
Ето защо Мъдрецът иска стомаха му да бъде сит,
а не очите му да гледат красота.
Той се отказва от последното
и придобива първото.

13. Að gleyma sjálfinu

13

Heiður og vanheiður hvíla á ótta.
Gæfa og ógæfa eiga rætur í sjálfinu.
Hvernig getur heiður og vanheiður hvílt á ótta? Heiðurinn rýrir manngildið. Þegar heiður er fenginn, óttast menn að missa hann, og þegar heiður glatast, verða menn órólegir. Þannig er hvorttveggja hjúpað ótta, heiður og vanheiður.
Hvernig getur gæfa og ógæfa átt rætur í sjálfinu? Ógæfan sprettur af sjálfinu. Ef menn eru fráhverfir sjálfinu, hitta þeir ekki ógæfuna.
Nota má þann til að stjórna ríkinu, sem lítur á það eins og sjálfið, en þeim, sem hefur víðsýnan anda, geta menn óhultir fengið völdin í hendur.

„Славата и позора са подобни на страха.“
„Скъпоценното и страшното са подобни на тялото.“
Какво значи:
„Славата и позора са подобни на страха?“
Който получава слава отгоре,
когато я получава, се страхува,
когато я загуби, също се страхува.
Ето какво значи:
„Славата и позора са подобни на страха“.
Какво значи:
„Скъпоценното и страшното са подобни на тялото?“
Аз съм много страхлив,
защото имам тяло,
ако нямах тяло,
от какво да се страхувам?
Ето защо,
който скъпи Поднебесната като своето тяло,
може да му се даде царството;
който обича Поднебесната като самия себе си,
той е достоен да я управлява.

14. Birting leyndardómsins

14

Þegar við skyggnumst eftir því, festum við ekki sjónar á neinu og köllum það þess vegna litlaust.
Þegar við hlustum, heyrum við ekkert, og köllum það þess vegna hljóðlaust.
Þegar við þreifum, festum við ekki hönd á neinu, og nefnum það þess vegna ónáanlegt.
Þessi viðhorf, sem verður ekki skynjuð, eru okkur ímynd hins Eina.
Það er ekki ljóst að ofan, ekki myrkt að neðan. óþrolegt í starfi sínu, og verður ekki orðfest; það hverfur aftur í tilvistarleysið. Það er form hins formlausa, birting hins dulda, hyldýpi leyndardómsins.
Þegar við mætum því, sjáum við ekki ásjóna þess; þegar við eltum það, eygjum við það ekki.
Að öðlast hina fornu þekkingu á Alvaldinu og breyta samkvæmt henni — það er að vera kominn á veg lífsins.

Гледам го,
а не го виждам,
затова го наричам
невидимо. Слушам го,
а не го чувам,
затова го наричам
беззвучно. Пипам го
а не го улавям,
затова го наричам
мъничко.
За тези трите
не може да се пита по-нататък,
защото се сливат в едно.
Неговата горна страна
е неосветена.
Неговата долна страна
е незатъмнена.
То е безкрайно
и не може да се назове,
връща се към непредметността.
Наричам го
форма на безформеното
образ на непредметното.
Ето защо,
е неясно, мъгляво
срещам го,
а не му виждам лицето.
Следвам го,
а не му виждам гърба.
Който се придържа
към древното Дао
и контролира сегашното битие,
може да познае
древното начало.
Това се нарича
закон на Дао.

15. Fornir vitringar

15

Hinir fornu vitringar höfðu hvassan andlegan skilning á leyndardómi tilverunnar, svo djúpan, að menn gera sér ekki grein fyrir því. Þess vegna vil ég reyna að lýsa þeim.
Þeir voru aðgætnir, eins og sá sem fer yfir vatnsfall að vetrarlagi; óframfærni, eins og sá sem vantreystir náunga sínum; varhuga, sem gestur meðal ókunnugra; hörfandi eins og snjór í sólbráði; einfaldir, sem óunninn viður. Þeir voru lágir, eins og dalur, og ógagnsæir, eins og gruggugt vatn.
Gruggugt vatn verður tært, þegar það er í kyrrð. Getur ekki lífið aftur látið á sér bæra, þar sem kyrrð er og friður?
Þeir, sem fylgja Alvaldinu á þennan hátt, hirða ekki um nægtir og mega þess vegna við því að virðast úreltir og lítils háttar.

В древността способният да бъде образован
е бил дълбок и обширен,
дълбок до непонятност.
Доколкото е бил непонятен,
принуден съм да му дам образ;
Внимателен,
сякаш преминава река по тънък лед;
Бдителен,
сякаш съседите му го заплашват;
Въздържан
като гост;
Разливащ се
като топящ се лед;
Естествен
като неодялано дърво;
Широк
като долината;
Непроницателен
като мътната вода.
Кой може да спре мътното?
Покоят постоянно го избистря.
Кой може да задържи покоя?
Движението постоянно го нарушава.
Който съблюдава Дао,
не желае излишък.
Именно защото няма излишък,
може с малко —
не създава ново.

16. Aftur til upphafsins

16

Þegar maður hefir tæmt sig af öllu, mun friðurinn mikli koma yfir hann.
Allir hlutir koma fram í tilvistina, og menn sjá þá hverfa aftur til upphafsins.
Að hverfa aftur til upphafsins er friðurinn; það er að hafa náð takmarki tilvistar sinnar.
Að ná þessu er að öðlast eilífðina. Sá, sem finnur til eilífðarinnar, nefnist vitur. Sá, sem skynjar ekki eilífðina, veitir ástríðum ráðrúm og verður fyrir ógæfu. Að finna til eilífðarinnar víkkar sálina og lyftir henni. Víðsýnn andi hefur samúð með öllu. Í samúðinni finnst konungdómurinn, í konungdóminum himinninn, og himninum Alvaldið. Sá, sem dvelur með Alvaldinu, líður ekki undir lok; þó að líkaminn leysist sundur, er engin hætta á ferðum.

Ще доведа пустотата (на сърцето) докрай.
Ще запазя пълно спокойствие.
Нещата се развиват.
Аз виждам техния кръговъртеж.
Всички неща разцъфтяват
и се връщат към своето начало.
Възвръщането към началото
се нарича спокойствие.
Спокойствието
се нарича възвръщане към живота.
Възвръщането към живота
се нарича постоянно.
Знанието на постоянното
се нарича просветеност.
Който не знае постоянното,
постъпва безразсъдно —
неблагополучно.
Който знае постоянното,
е всеобхватен.
Всеобхватният
е справедлив.
Справедливият
става господар.
Господарят
следва Небето.
Небето
следва Дао.
Дао е вечно
(за такъв господар)
до края на живота
няма опасност.

17. Umskipti aldanna

17

Á frumöldunum tók fólk ekki eftir konungum sínum. Næstu kynslóðir unnu þeim og töluðu vel um þá; síðan óttuðust menn þá og fyrirlitu þá að lokum.
Engum er treyst, nema hann sýni traust.
Í fyrstu voru menn varkárir í tali sínu. Þegar góð og nytsöm störf voru unnin, sögðu menn: "Við breytum svo, sem eðlilegast er."

За най-добрите древни владетели
хората са знаели само, че съществуват.
По-късно
са ги обичали и възхвалявали.
След това
се страхували от тях.
Още по-късно
ги презирали.
Когато се ограничава доверието,
цари недоверието.
Който е загрижен
и скъп на думите,
завършва делото с успех.
Народът казва:
„По начало аз съм естествен.“

18. Þegar alvaldið gleymist

18

Þegar Alvaldið mikla gleymist, láta menn sér títt um "kærleik og skyldur við náungann."
Þegar hyggindin eru sett í hásætið, fyllist heimurinn af yfirdrepsskap.
Þegar sannri ættrækni hnignar, hafa menn hátt um sonarlegar skyldur og föðurlega þolimæði.
Þegar land er á fallanda fæti, verður konungshollusta og hlýðni efst á baugi.

Когато напуснаха великото Дао,
появиха се „Жен“ и „И“.
Когато се появи мъдруването
възникна великото лицемерие.
Когато възникна раздорът в семейството,
появиха се „Сяо“ и „Цъ“.
Когато зацари смутът в държавата,
появиха се верните слуги.

19. Aftur til einfeldninnar

19

Með því að hætta við heilagleikann og sleppa hyggindunum, mundi fólk verða hundraðfalt betra. Ef menn hirtu minna um kærleik og skyldur við náungann, mundi verða meira um sanna velvild.
Ef hætt er við kappstrit og ekki skeytt um gróða, munu þjófar og ræningjar hverfa.
Þessir vegir hafa leitt menn í öfuga átt. Menn varist yfirskin og haldi sér að sanngildinu. Menn lifi í einfeldni og hreinleik hjartans og hafi hemil á sjálfinu og ástríðum þess.

Ако се отстрани мъдруването,
народът ще има стократна полза.
Ако се отстрани „Жен“ и „И“
народът ще се върне към „Сяо“ и „Цъ“.
Ако се отстранят хитростта и алчността,
крадците и разбойниците ще изчезнат.
Тези трите
са от недостатъчни знания.
Ето защо хората трябва да се научат:
да бъдат прости и скромни,
да ограничават личното
и да потискат страстите.

20. Öðruvísi en hinir

20

Slepptu lærdómi þínum, og þú munt verða laus við áhyggjur. Munurinn á líkum og vissu er ekki mikill. En hyldýpi er á milli góðs og ills.
Það, sem menn óttast, mótar hug þeirra, og þeir munu löngum vera í myrkri.
Fólk unir sér við gleði og glaum, eins og þegar haldin er fórnarhátíð eða menn litast um úr háum turni á vordegi. Ég einn er hljóður, og engin löngun hreyfir sér hjá mér. Ég er eins og lítið barn, sem er ekki farið að brosa.
Ég er einmanna og yfirgefinn, eins og ég ætti hvergi heima. Almenningur hefur gnægðir góðra hluta, en ég einn virðist fara alls á mis. Ég er sem fáránlingur, frá sér numinn. Aðrir menn ljóma af hyggindum; á mig einan ber skugga. Þeir hafa ærna dómgreind; ég einn er heimskur.
Ég sem borinn af bylgjum hafsins og virðist hvergi eiga búna hvíld.
Allir aðrir hafa eitthvað að starfa; ég einn er duglaus og klaufalegur. Ég einn er öðruvísi en hinir, en ég heiðra hina nærandi móður allra hluta.

Ако се отстрани „учеността“.
няма да има печал.
Каква е разликата между
„да“ и „не“?
Каква е разликата между
доброто и злото?
Онова, от което хората се страхуват
не могат да не се страхуват.
Колко се е отдалечил (светът).
Кога ли ще се спре?
Всички хора са радостни,
сякаш присъствуват на обредно угощение,
сякаш празнуват настъпването на пролетта.
Само аз съм спокоен —
без предвестие,
подобен на бебето,
още неумеещо да се смее,
без цел като бездомник.
Всички хора имат излишък,
само аз съм сякаш изключен
със сърце на глупав човек —
непонятен.
Всички хора са пълни със светлина,
само аз съм потънал в мрак.
Всички хора са изпитателни,
само аз съм великодушен —
необятен като морето,
безпределен като вятъра.
Всички хора имат способност
само аз приличам на глупавия
само аз се отличавам от другите
ценя майката хранителница.

21. Hið órannsakanlega upphaf

21

Fylling dyggðarinnar veitir Alvaldið, hinn sanni veruleiki, hið ósnertanlega, hið órannsakanlega.
Órannsakanlegt, ósnertanlegt, og geymir þó fyrirmyndir alls, sem er. Ósnertanlegt, órannsakanlegt, og geymir þó allan sannan veruleik.
Djúpt og myrkt, en hið sanna verulega, sem hefur óbifanlega festu til að bera og aldrei bregzt. Nafn þess er ævarandi. Allir hlutir koma frá því með fegurð sína.
Hvernig veit ég, að það er upphaf alls? Fyrir Alvaldið.

Съдържанието на великото Дъ
се подчинява само на Дао.
Дао е вещ неясна, мъглява.
О неясно, о мъгляво,
в тебе има образи.
О мъгляво, о неясно,
в тебе има вещи.
О далечно, о бездънно,
в тебе има Ци.
Ци са най-конкретни,
съвършено достоверни.
От древността до днес
неговото име не е изчезнало.
Чрез него
знам началото на нещата.
Откъде аз знам
началото на всички неща?
Благодарение на него.

22. Það sem auðmýktin öðlast

22

Hinn ófullkomni fullkomnast, hinn bogni réttist, hinn tómi fyllist, hinn slitni endurnýjast.
Sá, sem hefur fáar óskir, mun fá þær uppfylltar. Sá sem girnist margt, missir af því.
Þess vegna ástundar hinn vitri einfeldni og verður fyrirmynd allra.
Hann býst ekki í skart, þess vegna ljómar hann; hann heldur sér ekki fram, og það er ágæti hans; hann er laus við sjálfsþótta og ber því af öðrum.
Og af því að hann keppir ekki við aðra, getur enginn keppt við hann.
Orðtak fornmanna, að hinn ófullkomni fullkomnast og hverfur heim aftur í friði.

Извива ли се,
запазва се цяло.
Кривото
се изправя.
Празното
се напълва.
Вехтото
се обновява.
Който няма,
получава.
Който има,
се заблуждава.
Ето защо
Мъдрецът обхваща единството
и служи за пример в Поднебесната.
Не се самопредставя,
затова блести.
Не се хвали,
затова е прославен.
Не напада,
затова има успех.
Не се гордее,
затова е старшина.
Не се бори,
затова е непобедим в Поднебесната.
В древността казвали:
„Извива ли се
запазва се цяло“.
Нима това са празни думи
наистина запазва се цяло.

23. Í samræmi við Alvaldið

23

Sá, sem fylgir sanneðli sínu, hefur taum á tungu sinni.
Ofsaveður helzt ekki til næsta dags, og hellirigning ekki allan daginn. Hvorttveggja er af völdum himins og jarðar. Himinn og jörð eru hvikul í starfi sínu, en maðurinn miklu fremur.
Sá sem er í samræmi við Alvaldið í verkinu, mun sameinast því.
Sá sem leggur stund á dyggðina, sameinast henni, en sá, sem lifir í löstum, sameinast þeim.
Þeir, sem eru í samræmi við Alvaldið, munu hljóta þá heill, að Alvaldið taki sér bústað hjá þeim. Þeir, sem eru á vegi dyggðarinnar, hljóta þá heill, að dyggðin tekur sér bústað hjá þeim. En þeir sem eru á lastavegi, munu hljóta fyllingu lastanna.
Engum er treyst, nema hann sýni traust.

Природата си служи с малко думи.
Ето защо
Вихърът
не духа цяла сутрин.
Поройният дъжд
не вали цял ден. Кой прави това?
Небето и Земята.
Ако Небето и Земята
не могат да говорят дълго,
какво да се каже за човека?
Ето защо,
Който следва Дао,
е тъждествен на Дао.
Който следва Дъ,
е тъждествен на Дъ,
Който напуска Дао
е тъждествен на напускането.
Който е тъждествен на Дзо,
възприема Дао с радост.
Който е тъждествен на Дъ,
възприема Дъ с радост.
Който е тъждествен на напускането,
възприема напускането с радост.
При ограниченото доверие
имаме недоверие.

24. Enginn heiður að glæsimennsku

24

Sá sem tyllir sér á tá, stendur ekki stöðugt; þeim, sem stikar stórum, veitir örðugt um ganginn.
Sá, sem skreytir sjáfan sig, ljómar ekki, Sjálfsánægja veitir ekki upphefð, né sjálfshælni verðleika. Sá, sem upp hefur sjálfan sig, ber ekki af öðrum.
Þetta er fyrir Alvaldinu sem úrgangur matar eða mein á líkamanum og vekur óbeit allra.
Sá, sem er á Vegi eilífðarinnar, mun þess vegna forðast það.

Който се е повдигнал на пръсти,
не може дълго да стои.
Който прави големи крачки,
не може дълго да върви.
Който се уповава само на своите очи
недовижда.
Който се самопредставя,
не блести.
Който се хвали,
не се прославя.
Който напада,
няма успех.
Който се гордее,
не може да е старши.
Въз основа на Дао,
това се нарича остатък от ядене,
ненужно поведение.
Всички се отвращават от него.
Ето защо,
Който има Дао,
не постъпва така.

25. Hinn fyrsti leyndrdómur

25

Í upphafi var leyndardómurinn, áður en himinn og jörð urðu til, fullkominn, formlaus — í hátíðlegri kyrrð.
Hann varð til af sjálfum sér, óumbreytanlegur.
Hann má nefna móður allra hluta.
Ég veit ekki nafn hans, en kalla hann Alvaldið. Ef ég á að lýsa því frekar, nefni ég það óendanlegt.
Óendanlegt rennur það í stöðugum straumi. Það streymir burt og fjarlægist, og úr fjarlægðinni nálgast það aftur.
Alvaldið, himinninn, jörðin og konungurinn eru nefnd máttavöldin. Þau eru fjögur, og vitur konungur er eitt þeirra.
Lögmál mannsins er af jörðinni; lögmál jarðarinnar er af himni; lögmál himinsins er frá Alvaldinu. Alvaldið hefur sitt lögmál í sjálfu sér.

Преди възникването
на Небето и Земята
има вещ хаотична.
О спокойна, о пустинна,
единствено неизменна,
циркулираща безспир.
Може да се счита
майка на Поднебесната.
Аз не зная нейното име.
Ще я нарека Дао.
По принуда ще я нарека велико.
Великото
ще нарека отминаващо.
Отминаващото
ще нарека далечно.
Далечното
ще нарека възвръщащо се.
Ето защо (казват:)
Дао е велико;
Небето е велико;
Земята е велика;
Човекът е велик. В света има четири величия
и човекът е едно от тях.
Човекът следва Земята,
Земята следва Небето,
Небето следва Дао,
Дао следва естествеността.

26. Alvara og rósemi

26

Þyngdin er rót léttleikans, kyrrðin drottnar yfir hreyfingunum.
Þess vegna varðveitir hinn vitri alvöru sína og rósemi allan daginn.
Þótt hann eigi skrautlegar hallir, dvelur hann þar í friði.
En hvernig ætti drottinn þúsund vagna að sýna kæruleysi um ríkið? Með léttúð missir hann hylli fólksins,og fyrir hviklynda framkomu verður honum steypt af stóli.

Тежкото е основа на лекото.
Във вълнението главно е спокойствието.
Ето защо Мъдрецът ходи цял ден —
не се отделя от обоза.
Макар и да вижда прелести,
не се пристрастява към тях.
Напразно владетелят
на десет хиляди колесници,
зает със себе си
леко гледа на Поднебесната.
Лекомислието разрушава основата.
Нетърпеливостта погубва управителя.

27. Hin rétta aðferð

27

Góður göngumaður þyrlar ekki upp ryki. Góður ræðumaður segir ekkert, sem verður að fundið. Góður reikn- ingsmaður þarf enga töflur. Góður vörður þarf hvorki lása né slag- branda, en enginn getur opnað, þar sem hann lokar. Sá, sem bindur bezt, þarf engra reipa né hnúta við, en enginn getur leyst það, sem hann bindur.
Á sama hátt er vitur maður jafnan fær um að liðsinna félögum sínum, og hann misvirðir engan. Honum er jafnan sýnt um að gæta hlutanna, og lítisvirðir ekkert. Hann er sem hjúpað ljós fyrir alla.
Góðir menn leiðbeina því öðrum og betra þá, en vondir menn eru hið ríkulega viðfangsefni. Sá, sem heiðrar ekki meistara sinn, og hinn, sem elskar ekki viðfangsefni sitt, eru báðir blindir, þótt þeir séu kallaðir hyggnir.
Þetta er leyndardómur, undra- verður og áríðandi.

Който умее да ходи,
не оставя следи.
Който умее да говори,
не прави грешки.
Който умее да смята
не употребява сметало.
Който умее да затваря,
не употребява мандало,
но да се отвори е невъзможно.
Който умее да завързва,
не употребява въже.
но да се отвърже е невъзможно.
Мъдрецът винаги е способен да спаси човека,
ето защо за него няма ненужен човек.
Той винаги е способен да спаси вещта,
ето защо за него няма ненужна вещ.
Това се нарича просветеност.
Ето защо
добрият е учител на лошия,
а лошият е негов спасителен обект.
Ако лошият не цени своя учител
и добрият не обича своя обект,
макар и да се считат за умни —
са глупави.
Това се нарича дълбока тайна.

28. Einfeldni — dyggð eilífaðarinnar

28

Sá, er sameinar karlmennsku og kvenlega blíðu, mun verða eins og breitt fljót, sem allar lindir renna til. Þannig mun hann öðlast hina eilífu dyggð. Hann mun verða sem lítið barn.
Sá, sem veit, hve ljóminn gengur í augun, en heldur sig þó í skugganum, verður fyrirmynd allra að hógværð. Dyggðin eilífa heldur hlífiskildi yfir honum. Hann mun snúa aftur til upprunalegrar einfeldni.
Sá, sem er auðmjúkur í upphefðinni, mun verða eins og víður dalur og tekur við fyllingu hinnar eilífu dyggðar. Hann mun hverfa aftur til hins einfalda frumeðlis.
Upprunaleg einfeldni er eins og efniviður, sem ótal ker eru smíðuð úr. Sá, sem hefur hana, verður leiðtogi allra; hann er víðsýnn og beitir ekki ofbeldi.

Който знае своята сила,
но сдържа слабостта си,
е планински ручей в Поднебесната.
Който е планински ручей в Поднебесната,
не се отклонява от постоянното Дъ,
връща се към състоянието на детето.
Който знае своя блясък,
но се държи скромно,
е за пример в Поднебесната,
не се отклонява от постоянното Дъ,
връща се към безначалното.
Който знае своята слава,
но не се удостоява,
е пролом в Поднебесната.
Който е пролом в Поднебесната,
постига постоянното Дъ,
връща се към простото.
Разпадне ли се простото
превръща се в предмети,
Мъдрецът го използва
и става ръководител.
Ето защо
великият порядък не се нарушава.

29. Án strits

29

Sá, er vill ríkið og leggur kapp á það, mun áreiðanlega fara á mis við það. Konungdæmið er andlegs eðlis og verður ekki fengið með striti. Sá, sem ætlar sér að vinna það með striti, spillir því; sá sem vill halda því í greipum sér, týnir því.
Ýmist ber menn áfram eða aftur á bak; ýmist er heitt eða kalt; styrkur og veikleiki skiptast á; hamingjan veltur á endanum.
Þess vegna forðast vitur maður kapp og strit, gætir hófs í hvívetna og varast eftirlæti við sjálfan sig.

Който мисли да завладее
Поднебесната със сила
аз виждам — няма да успее.
Поднебесната е тайнствен съд.
Тя не може да се завладява.
Който се опита,
ще претърпи поражение.
Който я държи,
ще я загуби.
Ето защо
Едни идват,
други следват.
Едни лъхат,
други духат.
Едни укрепват,
други слабеят.
Едни се създават,
други се разрушават.
Ето защо
мъдрецът се отказва
от свръхмерното,
прекаленото
и крайното.
Ето защо великият мъж
взема същественото;
и отхвърля несъщественото,
взема плода
и отхвърля цвета.
Той предпочита първото
и се отказва от второто.

30. Varað við ófriði

30

Sá, sem vill aðstoða þjóðhöfðingjann á vegum Alvaldsins, heldur uppi valdi sínu án þess að gríða til vopna. Aðferð hans ber ríkulegan ávöxt.
Þar sem herlið hefur slegið landtjöldum, vaxa þyrnar og þislar. Af herferðum leiðir hallæri.
Góður hermaður vinnur sigur, en nemur þar staðar og kúgar ekki. Hann berst, en stærir sig ekki af því og hrósar ekki happi. Hann berst því aðeins, að brúna nauðsyn beri til. Hann berst, er valdagirni er honum fjarri.
Þegar styrkur fullorðinsáranna er fenginn, fara ellimörkin að koma í ljós. Þetta er ósamræmi við Alvaldið og það, sem Alvaldinu er andstætt, er brátt að þrotum komið.

Който е държавен глава посредством Дао,
не използва военната сила на Поднебесната,
защото
тя може да се обърне срещу него.
Където е пребивавала войска,
там растат тръни. След големи войни
настъпват гладни години.
Добрият пълководец —
Побеждава
и толкоз.
Той не смее
да прилага насилието.
Побеждава
и не се гордее.
Побеждава
и не се хвали.
Побеждава
и не се величае.
Побеждава
и не насилва.
Побеждава
и толкоз.
Веществото достигне ли разцвет на силите си —
остарява. Това се нарича нарушение на Дао.
Нарушителят на Дао
Преждевременно загива.

31. Jarðarför og stríð

31

Vopn eru upphaf ógæfu, hversu skrautleg sem þau eru. Þau vekja óbeit allra. Þess vegna vill vitur maður ekki vera vopn.
Í friði er virðingarsætið til vinstri handar, en í stríði er hægra megin. Vopn eru verkfæri ógæfunnar, og vitur maður maður beitir þeim aðeins ef brýna nauðsyn ber til.
Hann þráir friðinn og hefur enga löngun til að sigra í stríði. Því að þá hefði hann gaman af manndrápum. Og sá, sem hefur ánægju af manndrápum, er ekki vel til þess fallinn að stjórna ríkinu.
Í friði og fagnaði er tignarsætið á vinstri hönd, en hægra megin þegar sorg er á ferðum. Undirforingjanum ber að vera á vinstri hlið, en yfirforinginn á að vera til hægri handar. Þetta skipulag er hið sama og við jarðarfarir.
Sá ætti að vera hryggur og harmþrunginn, sem vegið hefur að mörgum mönnum. Í sigursælum hernaði er sætum þess vegna skipað á sama hátt og við jarðarför.

Войната е оръдие на нещастието,
всички я ненавиждат.
Ето защо, който има Дао,
не се сближава с нея.
Почетното място
по време на мир
е от лявата страна на благородния,
а по време на война — от дясната.
Войната е оръдие на нещастието.
Тя не е средство на благородния,
той я води само по принуждение.
Главното е да запазиш спокойствие.
Ако сияеш самодоволно,
значи радващ се на убийствата.
Който се радва на убийствата,
не може да завоюва съчувствие в Поднебесната.
Радостното дело възвишава левите,
а нещастното — десните.
Фаланговите началници се строяват отляво,
а пълководците стоят отдясно.
Казват: „Устроили са траурна церемония.“
Ако се убиват много хора,
затова трябва да се скърби.
Победата е устроена траурна церемония.

32. Að fara veginn

32

Alvaldið — hið eilífa og óumbreytanlega — á sér ekkert nafn.
Þótt það sé einfalt í frumeðli sínu, þora menn ekki að færa sér það í nyt. Ef konungurinn gætti þess, mundu allir snúast sjálfkrafa til fylgis við hann.
Himinn og jörð mundu veita dögg og svala. Fólk mundi af sjálfum sér, án lagaboða, rata hinn rétta veg.
Jafnskjótt sem það kemur fram í tilverunni, fær það nafn. Og menn geta öruggir fengið þar hvíld. Þegar menn þekkja þá hvíld, er þeim ekki framar hætt við slysum og villu.
Alvaldið er heiminum það, sem fljótin og úthafið eru lækjum dalanna.

Дао е вечно безименно,
просто.
Макар и мъничко,
в света никой не може да го подчини.
Ако императорът и князете го съблюдават,
всички неща ще се самоподчиняват.
Когато Небето и Земята се съединят,
пада сладка роса.
Народът не й заповядва,
тя сама е по равно.
Има ли управление,
ще има и названия.
Доколкото има названия,
трябва да знаеш предел.
Който знае предела,
може да избегне опасността.
Всичко в света се възвръща към Дао,
както балканските поточета
текат към реките и моретата.

33. Vaka yfir sjálfum sér

33

Sá er hygginn, sem þekkir aðra; hinn er vitur, sem þekkir sjálfan sig.
Sá er sterkur, sem sigrar aðra; hinn er mikilmenni, sem sigrast á sjálfum sér.
Sá er ríkur, sem ánægður er með hlutskipti sitt; þrekmikil starfsemi ber vott um vilja.
Sá, sem stendur vel í stöðu sinni, er öruggur.
Sá sem deyr, en ferst ekki, á hið langa líf fyrir höndum.

Който познава хората,
е просветен.
Който познава себе си,
е мъдър.
Който побеждава другите,
е силен.
Който побеждава себе си,
е могъщ.
Който знае достатъчно,
е богат.
Който действува упорито,
е волеви.
Който не се самопогубва,
е дълговечен.
Който умре,
но не го забравят,
е безсмъртен.

34. Starf í hógværð

34

Alvaldið mikla býr í öllum hlutum. Það er til vinstri handar, og það er einnig á hægri hönd.
Allt, sem lifir, hvílir á því, Það varðveitir allt, og allir hlutir lúta því.
Það fullkimnar starf sitt og telur sér það ekki ti gildis. Ástríkt elur það önn fyrir öllu, en hirðir ekki um að vera kallaður drottinn. Að eilífu hefur það engar óskir og birtist í hinu smæsta.
Allir hlutir hverfa aftur til þess og vita ekki, að það veldur. Það birtist í hinu stærsta.
Þannig er hinn vitri. Hann skeytir ekki um mikilmennsku, og fyrir því verður starf hans víðtækt.

Великото Дао е разлято.
То е наляво и надясно.
Всички неща се раждат
благодарение на него,
но то не им нарежда.
То извършва подвизи,
но не се слави.
То отглежда нещата,
но господар не им става.
То е винаги без желания,
може да се нарече мъничко.
Всички неща се връщат към него,
но то господар не им става,
може да се нарече велико.
То е велико,
защото не се счита велико.

35. Fyrirmyndin

35

Allir munu flykkjast að þeim, sem breytir eftir fyrirmyndinni miklu. Þeir leita þar athvarfs, og þá mun ekki sakna, heldur njóta þeir hvíldar og friðsællar hamingju.
Þar, sem glaumur er og gleði, munu vegfarendur nema staðar sem snöggvast.
En þótt Alvaldið sé bragðlaust og tilkomulítið á tungu mannanna og virðist ekki þess vert, að svipast sé um eftir eða á það sé hlustað, er nytsemi þess óþrotleg.

Хората ще се насочат към онзи,
който овладее великия образ.
Те ще се насочват към него
и той няма да им вреди.
Той ще им даде: мир,
спокойствие,
музика
и храна.
Даже пътникът ще се спре при него.
Произнесеното Дао е прясно,
няма вкус.
Гледам го,
а не го виждам.
Слушам го,
а не го чувам.
Използвам го,
а не го изчерпвам.

36. Umskipti í vændum

36

Til þess að anda að sér, anda menn fyrst frá sér. Það, sem er því nær að þrotum komið, mun áreiðanlega rétta við áður. Það, sem er að því komið að niðurlægjast, mun verða upphafið áður. Þar, sem burt verður tekið, mun fyrst gefast.
Þetta kala ég hina dularfullu aðferð.
Mýktin sigrar hörkuna, og veikleikinn styrkinn.
Það má ekki flytja djúpfisk á grunn, og ekki ætti að snúa huga þjóðarinnar að vígbúnaði.

Искаш ли да го свиеш,
трябва да го разпуснеш.
Искаш ли да го отслабиш,
трябва да го засилиш.
Искаш ли да го унищожиш,
трябва да го възвеличиш.
Искаш ли да му отнемеш,
трябва да му дадеш.
Това се нарича
дълбоко просвещение.
Мекото побеждава твърдото.
Слабото побеждава силното.
Рибата не може да се отдели от реката.
Острото оръжие на държавата
не бива да се показва на хората.

37. Í réttu horfi

37

Alvaldið starfar án strits og lætur ekkert ógert.
Ef konungar eða höfðingjar gætu varðveitt það, myndu allir hlutir færast í lag af sjálfum sér.
Ef þessi breyting vekti mér þrá, mundi ég sefa hana með óumræðilegri einfeldni.
Óumræðileg einfeldni sefar þrá og veitir kyrrð. Og allt mun sjálfkrafa komast í réttar skorður.

Дао е вечно бездейно,
но няма нищо
неизправено от него.
Ако императорът и князете го съблюдават,
нещата ще се изменят сами по себе си.
Те ще се изменят,
но ако някой поиска да действува,
аз ще го подавя
с помощта на безименното, простото.
Безименното, простото
е свободно от желания.
Нежеланието носи спокойствие
и Поднебесната се стабилизира
сама по себе си.

38. Manngildi og siðir

38

Hin æðri dyggð ljómar ekki, og er ágæti hennar. Hin óæðri dyggð hreykir sér og er þess vegna lítils verð.
Hin æðri dyggð starfar ósjálfrátt og þarf ekki að halda sér á lofti. Hin óæðri dyggð sér sinn hag og vill láta á sér bera.
Hin æðri ástúð starfar og er ósérplægin. Réttlætið starfar, en sér einnig sinn hag, þótt það sé göfugt.
Siðir og venjur færast mikið í fang, en eru sífellt á stjái og ryðja sér til rúms með ofbeldi, ef þeim er ekki viðtaka veitt.
Þess vegna er ekki unnt að draga dul á, að þegar Alvaldið hverfur, kemur dyggðin í ljós; þegar dyggðin er horfin, er ástúðin eftir; þegar ástúðin missist, kemur réttlætið til sögunnar; þegar réttlætið er farið veg allrar veraldar, setjast siðir og venjur að völdum.
Siðir og venjur eru aðeins skugginn af sannri sæmd og eru undanfari óeirða.
Grunnfærnin eltir vafurlogann og er upphaf heimsku.
Sannarlegt mikilmenni reisir á traustum grundvelli og fer ekki eftir yfirborðsgljáa. Hann hirðir ávöxtinn, en ekki blómið. Hann fleygir hisminu, en hirðir kjarnann.

Който е с висше Дъ,
неговото Дъ не е формално,
затова има Дъ.
Който е с низше Дъ,
не е свободен от формална Дъ,
затова няма Дъ.
Който е с висше Дъ
бездействува,
но чрез бездействието действува.
Който е с низше Дъ
действува,
но действува с напрежение.
Който е с висше Жен,
действува,
но действува чрез бездействието.
Който е с висше И,
действува,
но действува с напрежение.
Който е с висше Ли,
действува,
но никой не му отговаря,
той принуждава хората към почтителност.
Ето защо
след загубването на Дао се появи Дъ;
след загубването на Дъ се появи Жен;
след загубването на Жен се появи И;
след загубване на И се появи Ли,
Ли това е признак
на недостатъчно доверие и преданост,
начало на смут.
Външното е цвят на Дао,
начало на невежество.
Ето защо великият мъж
взема същественото
и отхвърля несъщественото;
взема плода
и отхвърля цвета.
Той предпочита първото
и се отказва от второто.

39. Lögmál stöðugleikans

39

Frá því í fyrndinni hefur hið Eina búið í heiðríkju himinsins, festu jarðarinnar, andlegu eðli sálnanna, straumvötnum dalanna, lífi alls heimsins, stjórn konunga og þjóðhöfðingja. Allt þetta er sprottið af hinu Eina.
Án heiðríkju mundi himinninn glatast. Án festu mundi jörðin sundrast. Án andlegs eðlis væru sálirnar máttvana. Vatnslausir mundu dalirnir skrælna. Ef lífsaflið þryri, mundu allar skepnur deyja. Ef konungar og þjóðhöfðingjar misstu álit sitt og tign, yrði þeim steypt af stóli.
Þannig hvílir tign á því, sem lítils er virt, og það, sem gnæfir hátt, hvílir á hinu lægra. Þjóðhöfðingjar og konungar nefna sig þess vegna "munaðarleysingja", "smámenni" og "hálfsmíðaða vagna". Er þetta ekki játning þess, að tign þeirra hvíli á því, að þeir hreykja sér ekki? Hálfsmíðaður vagn er vissulega ekki fullkominn.
Þeim er ekki meira í mun að ljóma sem gimsteinn, en að vera eins og vanalegur malarhnöllungur.

Ето тези,
които от древни времена
са придобили единство:
Небето е придобило единство,
затова е чисто.
Земята е придобила единство,
затова е спокойна.
Духът е придобил единство,
затова е проницателен.
Долината е придобила единство,
затова е цветуща.
Нещата са придобили единство,
затова се размножават.
Императорът и князете са придобили единство
затова са лидери в Поднебесната.
Ето какво създава единството.
Ако небето е нечисто,
вероятно ще се разкъса.
Ако земята е неспокойна,
вероятно ще се раздруса.
Ако духът е непроницателен,
вероятно ще престане да бъде.
Ако долината не цъфти,
вероятно ще се превърне в пустиня.
Ако нещата не се размножават,
вероятно ще изчезнат.
Ако императорът и князете не са благородни
вероятно ще ги съборят.
Ето защо
неблагородните са основа на благородните
ниското е основа на високото,
затова императорът и князете
се самонаричат: „Гу“ „Гуа“, „Пу-гу“.
Това не е ли незнатност —
основа на знатността?
Не е ли?
Ето защо
голямата прослава не е слава.
Не бъди пищен като ясписа,
а прост като камъка.

40. Vegurinn

40

Leiðir Alvaldsins liggja heim.
Hógværð einkennir starfsemi Alvaldsins.
Allir hlutir eiga rót sína í tilverunni, en hið tilvistarlausa er upphaf tilverunnar.

Противоположността е действие на Дао.
Слабостта е функция на Дао.
В света всички неща се раждат от битието.
Битието се ражда от небитието.

41. Ólík viðhorf

41

Þegar vitur maður heyrir um Alvaldið, tekur hann sér alvarlega fyrir hendur að breyta eftir því. Þegar meðalmaðurinn heyrir frá því sagt, fylgir hann því um stundarsakir, en hverfur síðan frá því. Þegar heimskinginn heyrir um það, hlær hann. Ef honum fyndist það ekki hlægilegt, gæti það ekki með réttu kallazt Vegur eilífðarinnar.
Þess vegna segir hið fornkveðna:
"Sá, sem býr í ljóma Alvaldsins, hverfur í dimmu.
"Á Vegi eilífðarinnar virðist hann vera á afturför,
"og sú leið er eins og torfærir troðningar.
"Hin æðsta dyggð liggur djúpt, sem dalur,
"og fegurðin mesta er sem ofbirta í augun.
"Sá er auðugastur, sem ánægður er með lítið;
"einlæg dyggð er álitin sérvizka
"og stöðugleikur hennar hverflyndi.
"Hinn víðasti reitur hefur engar hliðar,
"og stærsta kerið er lengst í smíðum.
"Enginn hefur heyrt hina hæstu tóna.
"Hið stærsta er formlaust — skuggi skuggans.
Alvaldið er hulið, og ekkert nafn hæfir því, en það er máttugt í örlæti sínu, svo að allt megi fullkomnast.

Високо просветеният чуе ли за Дао
действува съгласно с него.
Средно просветеният чуе ли за Дао,
ту го съхранява, ту го загубва.
Неукият чуе ли за Дао,
избухва в смях.
Ако не го подхвърли на присмех
не би било Дао.
Ето защо съществува поговорката:
„Светлото Дао
прилича на тъмното.
Настъпващото Дао
прилича на отстъпващото.
Висшето Дао
прилича на ниското.
Силно бялото
прилича на черното.
Обширното Дъ
прилича на недостатъчното.
Енергичното Дъ
прилича на ленивото.
Простата истина
прилича на нейното отсъствие.
Великият квадрат
няма ъгъл.
Големият съд
дълго се прави
Силният звук
не се чува.
Великият образ
няма форма.“
Дао е скрито — няма име.
Само то дава помощ —
води към съвършенство.

42. Ummyndanir Alvaldsins

42

Í fyrstu var Alvaldið eitt; hið Eina kom síðan í ljós í Tvennu; Tvennt birtist í Þrennu, sem varð upphaf alls. Allir hlutir láta dimmuna að baki og koma fram til að faðma ljósið, en andardáttur hins ósýnilega samræmir þá.
Mönnum er ekki um að vera munaðarleysingjar, smámenni, eða sem hálfsmíðaðir vagnar, en konungar og stórmenni nefna sig þannig. Því að sumir hlutir vaxa á því að minnka, en aðrir minnka á því að vaxa.
Þessi kenning annarra er einnig mín. Þeir, sem fara með ofríki og harðneskju, hljóta ekki eðlilegan dauðdaga. Á þessu vil ég reisa kenningu mína.

Дао ражда едно,
едно ражда две,
две раждат три,
а три — всички неща.
Всички неща
носят със себе си Ин и Ян
В невидимото Ци те са в хармония.
Хората презират названията
„Гу“, „Гуа“, „Пу-гу“.
Но императорът и князете се самонаричат.
Ето защо нещата
понякога намаляват цената си.
благодарение на което тя се увеличава;
понякога увеличават цената си,
благодарение на което тя се намалява.
Хората разпространяват своето учение,
аз също разпространявам своето учение.
„Жестокият не умира от собствена смърт.“
Аз ще започна своето учение с това.

43. Stritleysið nytsamt

43

Það, sem er hógværast í heimi, vinnur sigur á hinu harðasta.
Hið tilvistarlausa fer þar inn, sem ekkert op er fyrir.
Þetta sýnir mér, hver kostur það er, að vera án strits.
Fáir eru þeir sem hafa lært að kenna án orða og vera nytsamir án strits.

В света най-слабото
побеждава най-силното.
Небитието прониква навсякъде.
Ето защо
аз знам ползата от бездействието.
В света няма нищо по-добро
от безмълвното поучение,
от ползата на бездействието.

44. Hvað mest er um vert

44

Hvort er þér kærara, sál þín eða frægðin? Hvort er meira virði, sál þín eða eignir? Hvort er verra, að varðveita sálina og glata öðrum hlutum, eða varðveita þá og týna sál sinni?
Þeir, sem sækjast eftir frægð, hafna því, sem meira er um vert. Mikil ágirnd veldur miklu tjóni.
Sá, sem er ánægður, hefur ekkert, sem hann getur glatað. Sá þarf ekki að óttast vanvirðu, sem kann að stilla í hóf. Hann er ekki í neinni hættu og lifir lengi.

Кое ти е по-близко,
славата или животът?
Кое ти е по-скъпо,
богатството или животът?
Кое преживяваш по-силно,
печалбата или загубата?
Който много се скъпи,
много ще загуби.
Който много се запасява,
ще претърпи тежка загуба.
Който има мяра,
няма неуспех.
Който знае предел,
не е в опасност —
може да е дълговечен.

45. Aldrei algjör

45

Þann mun ekki skorta viðfangsefni, sem lætur sér finnast fátt um mestu afrek sín. Þeim eru engin takmörk sett, sem lætur sér ekki nægja neina fyllingu.
Hann finnur, að ábóta er vant, þegar hann er réttlátastur — að hann er misvitur, þótt hann hafi ærna hyggni, og að einu gildir, hvort hann er orðsnjall eða staður í máli.
Starfsemi vinnur bug á kulda; hvíld eyðir hita.
Rósemi og hreinleikur hjartans veita rétta viðhorf.

Великото съвършенство
прилича на несъвършеното —
използувайки го, е неизчерпаемо.
Свръхпълното
прилича на пустото —
използвайки го, е непресъхваемо.
Извънредно правото
прилича на кривото.
Голямото остроумие
прилича на глупостта.
Великият оратор
прилича на пелтека.
Вълнението побеждава студа.
Покоят побеждава топлината.
Спокойствието създава ред в Поднебесна.

46. Að sefa óskirnar

46

Þegar Alvaldið drottnar í heiminum, ganga hestar fyrir plógi. Þegar Alvaldið er að vettugi virt, fjölgar stríðsfákum á landamærum.
Enginn synd er meiri en að réttlæta metnað, engin ógæfa þyngri en sú, að vera óánægður með hlutskipti sitt, enginn löstur verri en ágirndin.
Sú fullnægja er tryggust, sem fólgin er í því, að vera ánægður.

Когато Поднебесната има Дао,
конете торят земята.
Когато Поднебесната няма Дао,
военните коне се жребят в предградието.
Няма по-голямо нещастие
от незнанието на мяра.
Няма по-голямо престъпление
от стремежа за богатство.
Ето защо,
Който умее да бъде доволен,
винаги е удовлетворен.

47. Ekki langt sótt

47

Það er unnt að kynnast veröldinni án þess að koma út fyrir dyr. Það þarf ekki að líta út um gluggann til þess að sjá veg himnanna. Því víðförlari sem maðurinn verður, því minna skilur hann.
Þess vegna öðlast hinn vitri þekkingu án þess að ferðast. Hann gefur hlutunum heiti, þótt hann sjái þá ekki, og fullkomnar starf sitt án strits.

(Мъдрецът) познава света,
без да излиза от вратата.
Той вижда небесното Дао,
без да поглежда през прозореца.
Който повече излиза,
по-малко знае.
Ето защо мъдрецът
не ходи, но знае;
не вижда, но именува;
не действува, но успява.

48. Áhyggjur um lærdóm

48

Að sækjast eftir lærdóm eykur strit á hverjum degi. En á Vegi eilífðarinnar hverfur stritið.
Menn verða því sí og æ að hörfa frá stritinu, unz kyrrð er fengin. Ekkert er til, sem verður ekki fullkomnað án strits.
Sá, sem er áhyggjulaus, getur tekið við ríkinu. En hinn, sem gerir sér áhyggjur, er ekki fær um það.

Който се учи всеки ден,
умножава своите знания.
Който служи на Дао всеки ден,
намалява своите желания.
Непрестанното намаляване
достига до бездействието.
Бездействува,
но няма нищо неизправено от него.
Завоеванието на Поднебесната
винаги се осъществява чрез бездействието.
Който действува,
Поднебесната е извън неговата победа.

49. Vinarþel

49

Vitur maður hefur ekki óbifanlegar skoðanir. Hann lagar sig eftir öðrum.
Ég launa gott með góðu; illt launa ég einnig með góðu. Þannig eflist hið góða.
Ég læt traust koma á móti trausti; á móti vantreusti læt ég einnig koma traust. Þetta eflir traustið.
Hinn vitri hefur sig ekki í frammi og er engum fráhverfur. Menn missa hvorki heyrnar né sjónar á honum, og hann reynist eins og börnum sínum.

Мъдрецът няма собствено сърце.
Сърцето на народа
е сърце на мъдреца.
Аз правя добро на добрия
на лошия също правя добро.
Това е то доброта,
произтичаща от Дъ.
Аз вярвам на искрения,
на неискрения също вярвам.
Това е то вяра,
произтичаща от Дъ.
В Поднебесната мъдрецът
събира мнението на хората
в своето сърце.
Той право
всички да приличат на пеленачето.

50. Hafinn yfir dauðann

50

Mann koma út í lífið og fara aftur inn í dauðann.
Þrír af hverjum tí efla sér lífið, og þrír greiða götu dauðans.
Enn eru þrír, sem ætla sér að lifa, en láta þó berast í áttina til dauðans. Hvað veldur? Hin óstjórnlega lífslöngun þeirra.
En ég hef heyrt, að hinn eini, sem kann að fara með lífið, sem honum er trúað fyrir, geti farið um land og þurfi ekki að sneiða hjá nashyrningum og tígrisdýrum — geti farið í stríið og þurfi ekki að hræðast vopn né herklæði. Nashyrningurinn getur hvergi stangað hann, né tígrisdýrið læst í hann klónum, og sverðið getur hvergi sært hann. Hvað veldur? Dauðinn finnur hvergi höggstað á honum.

Нещата се раждат и умират.
Три на десет отиват към живот
и три на десет към смърт
и още три на десет умират преждевременно.
Защо това е така?
Защото се стремят пресилено към живот.
Аз съм слушал,
че който умее да пази живота си,
като върви по земята,
не се натъква на носорога и тигъра,
като влезе в бой,
не се среща с въоръжения войник.
Носорогът
няма къде да забие своя рог.
Тигърът
няма къде да забие своите нокти.
Войникът
няма къде да употреби своя меч.
Защо това е така?
Защото е вън от смъртта.