Tao Te King / Dao de jing — w językach francuskim i islandzkim

Francusko-islandzka dwujęzyczna książka

Lao Zi

Tao Te King

Laó Tse

Dao de jing

Traduit en francais, et publié avec le texte chinois et un commentaire perpetuel par Stanislas Julien

Chapitre I

1. Frumdjúpið

La voie qui peut être exprimée par la parole n’est pas la Voie éternelle; le nom qui peut être nommé n’est pas le Nom éternel.
(L’être) sans nom est l’origine du ciel et de la terre; avec un nom, il est la mère de toutes choses.
C’est pourquoi, lorsqu’on est constamment exempt de passions, on voit son essence spirituelle; lorsqu’on a constamment des passions, on le voit sous une forme bornée.
Ces deux choses ont une même origine et reçoivent des noms différents. On les appelle toutes deux profondes. Elles sont profondes, doublement profondes. C’est la porte de toutes les choses spirituelles.

Það Alvald, sem um er talað, er ekki Vegur eilífðarinnar. Það nafn, sem unnt er að fá því, er ekki ímynd hins eilífa.
Tilvistarlaust er það upphaf himins og jarðar. Í tilvist er það móðir allra hluta.
Sá, sem lyftir sér yfir hneigðir, opnar fyrir leyndardóminn, en heillaðir af hneigðum sjá menn aðeins yfirborðið.
Hið tilvistarlausa og tilveran eru innst inni eitt og hið sama, en ólík að framkomu og nafni. Í einingu nefnast þau undirstaðan, djúp á bak við djúp, hlið leyndardómsins.

Chapitre II

2. Vegir hins vitra

Dans le monde, lorsque tous les hommes ont su apprécier la beauté (morale), alors la laideur (du vice) a paru.
Lorsque tous les hommes ont su apprécier le bien, alors le mal a paru.
C’est pourquoi l’être et le non-être naissent l’un de l’autre.
Le difficile et le facile se produisent mutuellement.
Le long et le court se donnent mutuellement leur forme.
Le haut et le bas montrent mutuellement leur inégalité.
Les tons et la voix s’accordent mutuellement.
L’antériorité et la postériorité sont la conséquence l’une de l’autre.
De là vient que le saint homme fait son occupation du non-agir.
Il fait consister ses instructions dans le silence.
Alors tous les êtres se mettent en mouvement, et il ne leur refuse rien.
Il les produit et ne se les approprie pas.
Il les perfectionne et ne compte pas sur eux.
Ses mérites étant accomplis, il ne s’y attache pas.
Il ne s’attache pas à ses mérites; c’est pourquoi ils ne le quittent point.

Þá er menn skynja fegurðina, hafa þeir jefnframt hugfest, hvað sé ljótt. Þá er menn finna til gæskunnar, er jafnframt ljóst, hvað ekki er gott.
Þannig er tilvist og tilvistarleysi hvort annars upphaf, eins og hið torvelda og auðvelda, langt og stutt, hátt og lágt, hljómur og samhljómur fyrr og síðar.
Hinn vitri starfar því án strits og kennir án orða.
Þá er hlutirnir koma í ljós, bregzt hann ekki. Hann framleiðir, en safnar ekki auði. Hann starfar, en telur sér það ekki til gildis. Og þar eð hann krefst einskis handa sjálfum sér, á hann ekki neinn missi á hættu.

Chapitre III

3. Að stilla til friðar

En n’exaltant pas les sages, on empêche le peuple de se disputer.
En ne prisant pas les biens d’une acquisition difficile, on empêche le peuple de se livrer au vol.
En ne regardant point des objets propres à exciter des désirs, on empêche que le cœur du peuple ne se trouble.
C’est pourquoi, lorsque le saint homme gouverne, il vide son cœur, il remplit son ventre (son intérieur), il affaiblit sa volonté, et il fortifie ses os.
Il s’étudie constamment à rendre le peuple ignorant et exempt de désirs.
Il fait en sorte que ceux qui ont du savoir n’osent pas agir.
Il pratique le non-agir, et alors il n’y a rien qui ne soit bien gouverné.

Menn komast hjá úlfúð með því, að hefja verðleika manna upp til skýjanna. Koma má í veg fyrir þjófnað með því að telja ekki sjaldgæfa hluti verðmæta. Með því að örva ekki nautnirnar, varðveitist rósemi hjartans.
Þannig drottnar hinn vitri — hann styrkir hugann, vakir yfir andanum, hlífir kröftunum og hreystir fæturna.
Hann gjörir menn fráhverfa brögðum og ásælni, og hinir bragðvísu verða ekki framar óhultir í kænsku sinni. Hann starfar án strits, og stjórn hans farnast vel.

Chapitre IV

4. Hin fyrstu rök

Le Tao est (le) vide; si l’on en fait usage, il paraît inépuisable.
Ô qu’il est profond! Il semble le patriarche de tous les êtres.
Il émousse sa subtilité, il se dégage de tous liens, il tempère sa splendeur, il s’assimile à la poussière.
Ô qu’il est pur! Il semble subsister éternellement.
J’ignore de qui il est fils; il semble avoir précédé le maître du ciel.

Alvaldið er eins og ker, sem fyllist ekki — ómælisdjúp, sem er upphaf alls.
Það máir brúnirnar, breyðist í fyllingu, slær móðu á það, sem glitrar, og er sem rykið. Í djúpri kyrrð.
Ég veit ekki uppruna þess; það er eldra en guð.

Chapitre V

5. Allt jafn-kært

Le ciel et la terre n’ont point d’affection particulière. Ils regardent toutes les créatures comme le chien de paille (du sacrifice).
Le saint homme n’a point d’affection particulière; il regarde tout le peuple comme le chien de paille (du sacrifice).
L’être qui est entre le ciel et la terre ressemble à un soufflet de forge qui est vide et ne s’épuise point, que l’on met en mouvement et qui produit de plus en plus (du vent).
Celui qui parle beaucoup (du Tao) est souvent réduit au silence.
Il vaut mieux observer le milieu.

Himni og jörðu er allt jafn-kært; þau virða allt og alla sem hátíðleg fórnartákn.
Hinum vitra er allt jafn-kært; hann lítur á alla með lotningu.
Himinvíddin er sem smiðjubelgir; þótt þeir tæmist, halda þeir krafti sínum, og þegar þeir eru hreyfðir, taka þeir til starfa. En málugur maður er brátt að þrotum kominn.
Best er að vaka yfir hugskoti sínu.

Chapitre VI

6. Móðurskautið

L’esprit de la vallée ne meurt pas; on l’appelle la femelle mystérieuse.
La porte de la femelle mystérieuse s’appelle la racine du ciel et de la terre.
Il est éternel et semble exister (matériellement).
Si l’on en fait usage, on n’éprouve aucune fatigue.

Alvaldið er óþrotlegt eins og sírennandi lind. Það er nefnt móðurskautið djúpa. Það er undirrót himins og jarðar. Það er eilíft og starfar blíðlega án strits.

Chapitre VII

7. Að draga sig í hlé

Le ciel et la terre ont une durée éternelle.
S’ils peuvent avoir une durée éternelle, c’est parce qu’ils ne vivent pas pour eux seuls. C’est pourquoi ils peuvent avoir une durée éternelle.
De là vient que le saint homme se met après les autres, et il devient le premier.
Il se dégage de son corps, et son corps se conserve.
N’est-ce pas qu’il n’a point d’intérêts privés?
C’est pourquoi il peut réussir dans ses intérêts privés.

Himinn og jörð eiga sér langa ævi, vegna þess að þau lifa ekki sjálfum sér. Þess vegna munu þau haldast.
Þannig er hinn vitri — hann tranar sér ekki fram og verður fyrir því fremstur; hann hirðir ekki um sjálfan sig, en hlýtur samt langa ævi. Mun það ekki stafa af því að hann lifir ekki sjálfum sér? Þess vegna getur hann fullkomnað starf sitt.

Chapitre VIII

8. Dyggðin eins og vatnið

L’homme d’une vertu supérieure est comme l’eau.
L’eau excelle à faire du bien aux êtres et ne lutte point.
Elle habite les lieux que déteste la foule.
C’est pourquoi (le sage) approche du Tao.
Il se plaît dans la situation la plus humble.
Son cœur aime à être profond comme un abîme.
S’il fait des largesses, il excelle à montrer de l’humanité.
S’il parle, il excelle à pratiquer la vérité.
S’il gouverne, il excelle à procurer la paix.
S’il agit, il excelle à montrer sa capacité.
S’il se meut, il excelle à se conformer aux temps.
Il ne lutte contre personne; c’est pourquoi il ne reçoit aucune marque de blâme.

Hin æðsta dyggð er eins og vatnið. Á allan hátt er það nytsamt. Án baráttu sezt það þar að, sem auðvirðilegast þykir. Þannig er Alvaldið.
Um bústaðinn skiptir mestu, hvar hann stendur — um hjartað, að það sé djúpt, og að talið sé hreinskilið. Í umgengni er mest um vert að leita góðra manna, og stjórnin á að halda uppi reglu; í umsýslu ber að leggja stund á dugnað, og framkvæmdir eru beztar á réttum tíma.
Og þá er menn forðast deilur, lætur óvild ekki á sér bæra.

Chapitre IX

9. Auðlægð varhugaverð

Il vaut mieux ne pas remplir un vase que de vouloir le maintenir (lorsqu’il est plein).
Si l’on aiguise une lame, bien qu’on l’explore avec la main, on ne pourra la conserver constamment (tranchante).
Si une salle est remplie d’or et de pierres précieuses, personne ne pourra les garder.
Si l’on est comblé d’honneurs et qu’on s’enorgueillisse, on s’attirera des malheurs.
Lorsqu’on a fait de grandes choses et obtenu de la réputation, il faut se retirer à l’écart.
Telle est la voie du ciel.

Betra er að fylla ekki kerið en bera það fullt. Það eyðist, sem handleikið er og brýnt án afláts.
Eigi menn fullan sal gulls og gimsteina, fá menn ekki gætt þeirra.
Auðlægð og vegsemd vekja metnað, sem leiðir til slysa.
Það er er vegur eilífðarinnar að draga sig ekki í hlé, þegar gott verk er unnið og heiður fenginn.

Chapitre X

10. Fyrirheit sjálfsagans

L’âme spirituelle doit commander à l’âme sensitive.
Si l’homme conserve l’unité, elles pourront rester indissolubles.
S’il dompte sa force vitale et la rend extrêmement souple, il pourra être comme un nouveau-né.
S’il se délivre des lumières de l’intelligence, il pourra être exempt de toute infirmité (morale).
S’il chérit le peuple et procure la paix au royaume, il pourra pratiquer le non-agir.
S’il laisse les portes du ciel s’ouvrir et se fermer, il pourra être comme la femelle (c’est-à-dire rester au repos).
Si ses lumières pénètrent en tous lieux, il pourra paraître ignorant.
Il produit les êtres et les nourrit.
Il les produit et ne les regarde pas comme sa propriété.
Il leur fait du bien et ne compte pas sur eux.
Il règne sur eux et ne les traite pas en maître.
C’est ce qu’on appelle posséder une vertu profonde.

Þegar kröftum anda og líkama er beitt saman, sundrast þeir ekki. Með því að anda á réttan hátt og veita geðmýktinni ráðrúm, er unnt að verða eins og lítið barn. Með því að hreinsa sálina og dýpka hugann, er unnt að verða flekklaus.
Jafnframt því að elska þjóðina og stjórna henni, er unnt að vera laus við strit.
Hlið himinsins opnast og lokast, og maður getur verið eins og fugl í hreiðri.
Það er hægt að líta skærum augum gegnum eðli allra hluta, án þess að láta hyggindin vísa sér veg.
Að glæða og ala önn fyrir, að framleiða en safna ekki auði, að starfa en heimta ekki, að mega sín mikils án þess að láta til sín taka — það er æðsta dyggðin.

Chapitre XI

11. Nytsemi hins tilvistarlausa

Trente rais se réunissent autour d’un moyeu. C’est de son vide que dépend l’usage du char.
On pétrit de la terre glaise pour faire des vases. C’est de son vide que dépend l’usage des vases.
On perce des portes et des fenêtres pour faire une maison. C’est de leur vide que dépend l’usage de la maison.
C’est pourquoi l’utilité vient de l’être, l’usage naît du non-être.

Þrjátíu hjólrimar mætast í nöfinni, en nytsemi hjólsins er komin undir öxulgatinu. Leirkerin verða að gagni vegna þess, að þau eru hol að innan. Menn smíða dyr og glugga, og húsið verður nytsamt, af því að það er tómt.
Og geti tilveran borið ávöxt, er hið tilvistarlausa nytsamt.

Chapitre XII

12. Að leita sálarinnar

Les cinq couleurs émoussent la vue de l’homme.
Les cinq notes (de musique) émoussent l’ouïe de l’homme.
Les cinq saveurs émoussent le goût de l’homme.
Les courses violentes, l’exercice de la chasse égarent le cœur de l’homme.
Les biens d’une acquisition difficile poussent l’homme à des actes qui lui nuisent.
De là vient que le saint homme s’occupe de son intérieur et ne s’occupe pas de ses yeux.
C’est pourquoi il renonce à ceci et adopte cela.

Af mergð litanna fá menn glýju í augun, fjölbreyttir hljómar sljóvaga eyrun, gómtamir réttir spilla bragðnæmi manna, veðhlaup og veiðar trylla þá, og þegar kostgripir eru í boði, verða menn á báðum áttum.
Þess vegna vakir hinn vitri yfir hugskoti sínu, en ekki skilningsvitum. Hann hverfur frá þeim og leitar heim til sálar sinnar.

Chapitre XIII

13. Að gleyma sjálfinu

Le sage redoute la gloire comme l’ignominie; son corps lui pèse comme une grande calamité.
Qu’entend-on par ces mots: il redoute la gloire comme l’ignominie?
La gloire est quelque chose de bas. Lorsqu’on l’a obtenue , on est comme rempli de crainte; lorsqu’on l’a perdue, on est comme rempli de crainte.
C’est pourquoi l’on dit: il redoute la gloire comme l’ignominie.
Qu’entend-on par ces mots: son corps lui pèse comme une grande calamité?
Si nous éprouvons de grandes calamités, c’est parce que nous avons un corps.
Quand nous n’avons plus de corps (quand nous nous sommes dégagés de notre corps), quelles calamités pourrions-nous éprouver?
C’est pourquoi, lorsqu’un homme redoute de gouverner lui-même l’empire, on peut lui confier l’empire; lorsqu’il a regret de gouverner l’empire, on peut lui remettre le soin de l’empire.

Heiður og vanheiður hvíla á ótta.
Gæfa og ógæfa eiga rætur í sjálfinu.
Hvernig getur heiður og vanheiður hvílt á ótta? Heiðurinn rýrir manngildið. Þegar heiður er fenginn, óttast menn að missa hann, og þegar heiður glatast, verða menn órólegir. Þannig er hvorttveggja hjúpað ótta, heiður og vanheiður.
Hvernig getur gæfa og ógæfa átt rætur í sjálfinu? Ógæfan sprettur af sjálfinu. Ef menn eru fráhverfir sjálfinu, hitta þeir ekki ógæfuna.
Nota má þann til að stjórna ríkinu, sem lítur á það eins og sjálfið, en þeim, sem hefur víðsýnan anda, geta menn óhultir fengið völdin í hendur.

Chapitre XIV

14. Birting leyndardómsins

Vous le regardez (le Tao) et vous ne le voyez pas: on le dit incolore.
Vous l’écoutez et vous ne l’entendez pas: on le dit aphone.
Vous voulez le toucher et vous ne l’atteignez pas: on le dit incorporel.
Ces trois qualités ne peuvent être scrutées à l’aide de la parole. C’est pourquoi on les confond en une seule.
Sa partie supérieure n’est point éclairée; sa partie inférieure n’est point obscure.
Il est éternel et ne peut être nommé.
Il rentre dans le non-être.
On l’appelle une forme sans forme, une image sans image.
On l’appelle vague, indéterminé.
Si vous allez au-devant de lui, vous ne voyez point sa face; si vous le suivez vous ne voyez point son dos.
C’est en observant le Tao des temps anciens qu’on peut gouverner les existences d’aujourd’hui.
Si l’homme peut connaître l’origine des choses anciennes, on dit qu’il tient le fil du Tao.

Þegar við skyggnumst eftir því, festum við ekki sjónar á neinu og köllum það þess vegna litlaust.
Þegar við hlustum, heyrum við ekkert, og köllum það þess vegna hljóðlaust.
Þegar við þreifum, festum við ekki hönd á neinu, og nefnum það þess vegna ónáanlegt.
Þessi viðhorf, sem verður ekki skynjuð, eru okkur ímynd hins Eina.
Það er ekki ljóst að ofan, ekki myrkt að neðan. óþrolegt í starfi sínu, og verður ekki orðfest; það hverfur aftur í tilvistarleysið. Það er form hins formlausa, birting hins dulda, hyldýpi leyndardómsins.
Þegar við mætum því, sjáum við ekki ásjóna þess; þegar við eltum það, eygjum við það ekki.
Að öðlast hina fornu þekkingu á Alvaldinu og breyta samkvæmt henni — það er að vera kominn á veg lífsins.

Chapitre XV

15. Fornir vitringar

Dans l’Antiquité, ceux qui excellaient à pratiquer le Tao étaient déliés et subtils, abstraits et pénétrants.
Ils étaient tellement profonds qu’on ne pouvait les connaître.
Comme on ne pouvait les connaître, je m’efforcerai de donner une idée (de ce qu’ils étaient).
Ils étaient timides comme celui qui traverse un torrent en hiver.
Ils étaient irrésolus comme celui qui craint d'être aperçu de ses voisins.
Ils étaient graves comme un étranger (en présence de l’hôte).
Ils s’effaçaient comme la glace qui se fond.
Ils étaient rudes comme le bois non travaillé.
Il étaient vides comme une vallée.
Ils étaient troubles comme une eau limoneuse.
Qui est-ce qui sait apaiser peu à peu le trouble (de son cœur) en le laissant reposer?
Qui est-ce qui sait naître peu à peu (à la vie spirituelle) par un calme prolongé?
Celui qui conserve ce Tao ne désire pas d’être plein.
Il n’est pas plein (de lui-même), c’est pourquoi il garde ses défauts (apparents), et ne désire pas (d’être jugé) parfait.

Hinir fornu vitringar höfðu hvassan andlegan skilning á leyndardómi tilverunnar, svo djúpan, að menn gera sér ekki grein fyrir því. Þess vegna vil ég reyna að lýsa þeim.
Þeir voru aðgætnir, eins og sá sem fer yfir vatnsfall að vetrarlagi; óframfærni, eins og sá sem vantreystir náunga sínum; varhuga, sem gestur meðal ókunnugra; hörfandi eins og snjór í sólbráði; einfaldir, sem óunninn viður. Þeir voru lágir, eins og dalur, og ógagnsæir, eins og gruggugt vatn.
Gruggugt vatn verður tært, þegar það er í kyrrð. Getur ekki lífið aftur látið á sér bæra, þar sem kyrrð er og friður?
Þeir, sem fylgja Alvaldinu á þennan hátt, hirða ekki um nægtir og mega þess vegna við því að virðast úreltir og lítils háttar.

Chapitre XVI

16. Aftur til upphafsins

Celui qui est parvenu au comble du vide garde fermement le repos.
Les dix mille êtres naissent ensemble; ensuite je les vois s’en retourner.
Après avoir été dans un état florissant, chacun d’eux revient à son origine.
Revenir à son origine s’appelle être en repos.
Être en repos s’appelle revenir à la vie.
Revenir à la vie s’appelle être constant.
Savoir être constant s’appelle être éclairé.
Celui qui ne sait pas être constant s’abandonne au désordre et s’attire des malheurs.
Celui qui sait être constant a une âme large.
Celui qui a une âme large est juste.
Celui qui est juste devient roi.
Celui qui est roi s’associe au ciel.
Celui qui s’associe au ciel imite le Tao.
Celui qui imite le Tao subsiste longtemps; jusqu’à la fin de sa vie, il n’est exposé à aucun danger.

Þegar maður hefir tæmt sig af öllu, mun friðurinn mikli koma yfir hann.
Allir hlutir koma fram í tilvistina, og menn sjá þá hverfa aftur til upphafsins.
Að hverfa aftur til upphafsins er friðurinn; það er að hafa náð takmarki tilvistar sinnar.
Að ná þessu er að öðlast eilífðina. Sá, sem finnur til eilífðarinnar, nefnist vitur. Sá, sem skynjar ekki eilífðina, veitir ástríðum ráðrúm og verður fyrir ógæfu. Að finna til eilífðarinnar víkkar sálina og lyftir henni. Víðsýnn andi hefur samúð með öllu. Í samúðinni finnst konungdómurinn, í konungdóminum himinninn, og himninum Alvaldið. Sá, sem dvelur með Alvaldinu, líður ekki undir lok; þó að líkaminn leysist sundur, er engin hætta á ferðum.

Chapitre XVII

17. Umskipti aldanna

Dans la Haute Antiquité, le peuple savait seulement qu’il avait des rois.
Les suivants, il les aima et leur donna des louanges.
Les suivants il les craignit.
Les suivants, il les méprisa.
Celui qui n’a pas confiance dans les autres n’obtient pas leur confiance.
(Les premiers) étaient graves et réservés dans leurs paroles.
Après qu’ils avaient acquis des mérites et réussi dans leurs desseins, les cent familles disaient: Nous suivons notre nature.

Á frumöldunum tók fólk ekki eftir konungum sínum. Næstu kynslóðir unnu þeim og töluðu vel um þá; síðan óttuðust menn þá og fyrirlitu þá að lokum.
Engum er treyst, nema hann sýni traust.
Í fyrstu voru menn varkárir í tali sínu. Þegar góð og nytsöm störf voru unnin, sögðu menn: "Við breytum svo, sem eðlilegast er."

Chapitre XVIII

18. Þegar alvaldið gleymist

Quand la grande Voie eut dépéri, on vit paraître l’humanité et la justice.
Quand la prudence et la perspicacité se furent montrées, on vit naître une grande hypocrisie.
Quand les six parents eurent cessé de vivre en bonne harmonie, on vit des actes de piété filiale et d’affection paternelle.
Quand les États furent tombés dans le désordre, on vit des sujets fidèles et dévoués.

Þegar Alvaldið mikla gleymist, láta menn sér títt um "kærleik og skyldur við náungann."
Þegar hyggindin eru sett í hásætið, fyllist heimurinn af yfirdrepsskap.
Þegar sannri ættrækni hnignar, hafa menn hátt um sonarlegar skyldur og föðurlega þolimæði.
Þegar land er á fallanda fæti, verður konungshollusta og hlýðni efst á baugi.

Chapitre XIX

19. Aftur til einfeldninnar

Si vous renoncez à la sagesse et quittez la prudence, le peuple sera cent fois plus heureux.
Si vous renoncez à l’humanité et quittez la justice, le peuple reviendra à la piété filiale et à l’affection paternelle.
Si vous renoncez à l’habileté et quittez le lucre, les voleurs et les brigands disparaîtront.
Renoncez à ces trois choses et persuadez-vous que l’apparence ne suffit pas.
C’est pourquoi je montre aux hommes ce à quoi ils doivent s’attacher.
Qu’ils tâchent de laisser voir leur simplicité, de conserver leur pureté, d’avoir peu d’intérêts privés et peu de désirs.

Með því að hætta við heilagleikann og sleppa hyggindunum, mundi fólk verða hundraðfalt betra. Ef menn hirtu minna um kærleik og skyldur við náungann, mundi verða meira um sanna velvild.
Ef hætt er við kappstrit og ekki skeytt um gróða, munu þjófar og ræningjar hverfa.
Þessir vegir hafa leitt menn í öfuga átt. Menn varist yfirskin og haldi sér að sanngildinu. Menn lifi í einfeldni og hreinleik hjartans og hafi hemil á sjálfinu og ástríðum þess.

Chapitre XX

20. Öðruvísi en hinir

Renoncez à l’étude, et vous serez exempt de chagrins.
Combien est petite la différence de weï (un oui bref) et de o (un oui lent)!
Combien est grande la différence du bien et du mal!
Ce que les hommes craignent, on ne peut s’empêcher de le craindre.
Ils s’abandonnent au désordre et ne s’arrêtent jamais.
Les hommes de la multitude sont exaltés de joie comme celui qui se repaît de mets succulents, comme celui qui est monté, au printemps, sur une tour élevée.
Moi seul je suis calme: (mes affections) n’ont pas encore germé.
Je ressemble à un nouveau-né qui n’a pas encore souri à sa mère.
Je suis détaché de tout, on dirait que je ne sais où aller.
Les hommes de la multitude ont du superflu; moi seul je suis comme une homme qui a perdu tout.
Je suis un homme d’un esprit borné, je suis dépourvu de connaissances.
Les hommes de la multitude sont remplis de lumières; moi seul je suis comme plongé dans les ténèbres.
Les hommes du monde sont doués de pénétration; moi seul j’ai l’esprit trouble et confus.
Je suis vague comme la mer; je flotte comme si je ne savais où m’arrêter.
Les hommes de la multitude ont tous de la capacité; moi seul je suis stupide; je ressemble à un homme rustique.
Moi seul je diffère des autres hommes, parce que je révère la mère qui nourrit (tous les êtres).

Slepptu lærdómi þínum, og þú munt verða laus við áhyggjur. Munurinn á líkum og vissu er ekki mikill. En hyldýpi er á milli góðs og ills.
Það, sem menn óttast, mótar hug þeirra, og þeir munu löngum vera í myrkri.
Fólk unir sér við gleði og glaum, eins og þegar haldin er fórnarhátíð eða menn litast um úr háum turni á vordegi. Ég einn er hljóður, og engin löngun hreyfir sér hjá mér. Ég er eins og lítið barn, sem er ekki farið að brosa.
Ég er einmanna og yfirgefinn, eins og ég ætti hvergi heima. Almenningur hefur gnægðir góðra hluta, en ég einn virðist fara alls á mis. Ég er sem fáránlingur, frá sér numinn. Aðrir menn ljóma af hyggindum; á mig einan ber skugga. Þeir hafa ærna dómgreind; ég einn er heimskur.
Ég sem borinn af bylgjum hafsins og virðist hvergi eiga búna hvíld.
Allir aðrir hafa eitthvað að starfa; ég einn er duglaus og klaufalegur. Ég einn er öðruvísi en hinir, en ég heiðra hina nærandi móður allra hluta.

Chapitre XXI

21. Hið órannsakanlega upphaf

Les formes visibles de la grande Vertu émanent uniquement du Tao.
Voici quelle est la nature du Tao.
Il est vague, il est confus.
Qu’il est confus, qu’il est vague!
Au-dedans de lui, il y a des images.
Qu’il est vague, qu’il est confus!
Au-dedans de lui il y a des êtres.
Qu'il est profond, qu'il est obscur!
Au-dedans de lui il y a une essence spirituelle. Cette essence spirituelle est profondément vraie.
Au-dedans de lui, réside le témoignage infaillible (de ce qu’il est); depuis les temps anciens jusqu’à aujourd’hui, son nom n’a point passé.
Il donne issue (naissance) à tous les êtres.
Comme sais-je qu’il en est ainsi de tous les êtres? (Je le sais) par le Tao.

Fylling dyggðarinnar veitir Alvaldið, hinn sanni veruleiki, hið ósnertanlega, hið órannsakanlega.
Órannsakanlegt, ósnertanlegt, og geymir þó fyrirmyndir alls, sem er. Ósnertanlegt, órannsakanlegt, og geymir þó allan sannan veruleik.
Djúpt og myrkt, en hið sanna verulega, sem hefur óbifanlega festu til að bera og aldrei bregzt. Nafn þess er ævarandi. Allir hlutir koma frá því með fegurð sína.
Hvernig veit ég, að það er upphaf alls? Fyrir Alvaldið.

Chapitre XXII

22. Það sem auðmýktin öðlast

Ce qui est incomplet devient entier.
Ce qui est courbé devient droit.
Ce qui est creux devient plein.
Ce qui est usé devient neuf.
Avec peu (de désirs) on acquiert le Tao; avec beaucoup (de désirs) on s’égare.
De là vient que le saint homme conserve l’Unité (le Tao), et il est le modèle du monde.
Il ne se met pas en lumière, c’est pourquoi il brille.
Il ne s’approuve point, c’est pourquoi il jette de l’éclat.
Il ne se vante point, c’est pourquoi il a du mérite.
Il ne se glorifie point, c’est pourquoi il est le supérieur des autres.
Il ne lutte point, c’est pourquoi il n’y a personne dans l’empire qui puisse lutter contre lui.
L’axiome des anciens: Ce qui est incomplet devient entier, était-ce une expression vide de sens?
Quand l’homme est devenu véritablement parfait, (le monde) vient se soumettre à lui.

Hinn ófullkomni fullkomnast, hinn bogni réttist, hinn tómi fyllist, hinn slitni endurnýjast.
Sá, sem hefur fáar óskir, mun fá þær uppfylltar. Sá sem girnist margt, missir af því.
Þess vegna ástundar hinn vitri einfeldni og verður fyrirmynd allra.
Hann býst ekki í skart, þess vegna ljómar hann; hann heldur sér ekki fram, og það er ágæti hans; hann er laus við sjálfsþótta og ber því af öðrum.
Og af því að hann keppir ekki við aðra, getur enginn keppt við hann.
Orðtak fornmanna, að hinn ófullkomni fullkomnast og hverfur heim aftur í friði.

Chapitre XXIII

23. Í samræmi við Alvaldið

Celui qui ne parle pas (arrive au) non-agir.
Un vent rapide ne dure pas toute la matinée; une pluie violente ne dure pas tout le jour.
Qui est-ce qui produit ces deux choses? Le ciel et la terre.
Si le ciel et la terre même ne peuvent subsister longtemps, à plus forte raison l’homme!
C’est pourquoi si l’homme se livre au Tao, il s’identifie au Tao; s’il se livre à la vertu, il s’identifie à la vertu; s’il se livre au crime, il s’identifie au crime.
Celui qui s’identifie au Tao gagne le Tao; celui qui s’identifie au crime gagne (la honte du) crime.
Si on ne croit pas fortement (au Tao), l’on finit par n’y plus croire.

Sá, sem fylgir sanneðli sínu, hefur taum á tungu sinni.
Ofsaveður helzt ekki til næsta dags, og hellirigning ekki allan daginn. Hvorttveggja er af völdum himins og jarðar. Himinn og jörð eru hvikul í starfi sínu, en maðurinn miklu fremur.
Sá sem er í samræmi við Alvaldið í verkinu, mun sameinast því.
Sá sem leggur stund á dyggðina, sameinast henni, en sá, sem lifir í löstum, sameinast þeim.
Þeir, sem eru í samræmi við Alvaldið, munu hljóta þá heill, að Alvaldið taki sér bústað hjá þeim. Þeir, sem eru á vegi dyggðarinnar, hljóta þá heill, að dyggðin tekur sér bústað hjá þeim. En þeir sem eru á lastavegi, munu hljóta fyllingu lastanna.
Engum er treyst, nema hann sýni traust.

Chapitre XXIV

24. Enginn heiður að glæsimennsku

Celui qui se dresse sur ses pieds ne peut se tenir droit; celui qui étend les jambes ne peut marcher.
Celui qui tient à ses vues n’est point éclairé.
Celui qui s’approuve lui-même ne brille pas.
Celui qui se vante n’a point de mérite.
Celui qui se glorifie ne subsiste pas longtemps.
Si l’on juge cette conduite selon le Tao, on la compare à un reste d’aliments ou à un goitre hideux qui inspirent aux hommes un constant dégoût.
C’est pourquoi celui qui possède le Tao ne s’attache pas à cela.

Sá sem tyllir sér á tá, stendur ekki stöðugt; þeim, sem stikar stórum, veitir örðugt um ganginn.
Sá, sem skreytir sjáfan sig, ljómar ekki, Sjálfsánægja veitir ekki upphefð, né sjálfshælni verðleika. Sá, sem upp hefur sjálfan sig, ber ekki af öðrum.
Þetta er fyrir Alvaldinu sem úrgangur matar eða mein á líkamanum og vekur óbeit allra.
Sá, sem er á Vegi eilífðarinnar, mun þess vegna forðast það.

Chapitre XXV

25. Hinn fyrsti leyndrdómur

Il est un être confus qui existait avant le ciel et la terre.
Ô qu’il est calme! Ô qu’il est immatériel!
Il subsiste seul et ne change point.
Il circule partout et ne périclite point.
Il peut être regardé comme la mère de l’univers.
Moi, je ne sais pas son nom.
Pour lui donner un titre, je l’appelle Voie (Tao).
En m’efforçant de lui faire un nom, je l’appelle grand.
De grand, je l’appelle fugace.
De fugace, je l’appelle éloigné.
D’éloigné, je l’appelle (l’être) qui revient.
C’est pourquoi le Tao est grand, le ciel est grand, la terre est grande, le roi aussi est grand.
Dans le monde, il y a quatre grandes choses, et le roi en est une. L’homme imite la terre; la terre imite le ciel, le ciel imite le Tao; le Tao imite sa nature.

Í upphafi var leyndardómurinn, áður en himinn og jörð urðu til, fullkominn, formlaus — í hátíðlegri kyrrð.
Hann varð til af sjálfum sér, óumbreytanlegur.
Hann má nefna móður allra hluta.
Ég veit ekki nafn hans, en kalla hann Alvaldið. Ef ég á að lýsa því frekar, nefni ég það óendanlegt.
Óendanlegt rennur það í stöðugum straumi. Það streymir burt og fjarlægist, og úr fjarlægðinni nálgast það aftur.
Alvaldið, himinninn, jörðin og konungurinn eru nefnd máttavöldin. Þau eru fjögur, og vitur konungur er eitt þeirra.
Lögmál mannsins er af jörðinni; lögmál jarðarinnar er af himni; lögmál himinsins er frá Alvaldinu. Alvaldið hefur sitt lögmál í sjálfu sér.

Chapitre XXVI

26. Alvara og rósemi

Le grave est la racine du léger; le calme est le maître du mouvement.
De là vient que le saint homme marche tout le jour (dans le Tao) et ne s’écarte point de la quiétude et de la gravité.
Quoiqu’il possède des palais magnifiques, il reste calme et les fuit.
Mais hélas! les maîtres de dix mille chars se conduisent légèrement dans l’empire!
Par une conduite légère, on perd ses ministres; par l’emportement des passions, on perd son trône.

Þyngdin er rót léttleikans, kyrrðin drottnar yfir hreyfingunum.
Þess vegna varðveitir hinn vitri alvöru sína og rósemi allan daginn.
Þótt hann eigi skrautlegar hallir, dvelur hann þar í friði.
En hvernig ætti drottinn þúsund vagna að sýna kæruleysi um ríkið? Með léttúð missir hann hylli fólksins,og fyrir hviklynda framkomu verður honum steypt af stóli.

Chapitre XXVII

27. Hin rétta aðferð

Celui qui sait marcher (dans le Tao) ne laisse pas de traces; celui qui sait parler ne commet point de fautes; celui qui sait compter ne se sert point d’instruments de calcul; celui qui sait fermer (quelque chose) ne se sert point de verrou, et il est impossible de l’ouvrir; celui qui sait lier (quelque chose) ne se sert point de cordes, et il est impossible de le délier.
De là vient que le Saint excelle constamment à sauver les hommes; c’est pourquoi il n’abandonne pas les hommes.
Il excelle constamment à sauver les êtres; c’est pourquoi il n’abandonne pas les êtres.
Cela s’appelle être doublement éclairé.
C’est pourquoi l’homme vertueux est le maître de celui qui n’est pas vertueux.
L’homme qui n’est pas vertueux est le secours de l’homme vertueux.
Si l’un n’estime pas son maître, si l’autre n’affectionne pas celui qui est son secours, quand on leur accorderait une grande prudence, ils sont plongés dans l’aveuglement.
Voilà ce qu’il y a de plus important et de plus subtil!

Góður göngumaður þyrlar ekki upp ryki. Góður ræðumaður segir ekkert, sem verður að fundið. Góður reikn- ingsmaður þarf enga töflur. Góður vörður þarf hvorki lása né slag- branda, en enginn getur opnað, þar sem hann lokar. Sá, sem bindur bezt, þarf engra reipa né hnúta við, en enginn getur leyst það, sem hann bindur.
Á sama hátt er vitur maður jafnan fær um að liðsinna félögum sínum, og hann misvirðir engan. Honum er jafnan sýnt um að gæta hlutanna, og lítisvirðir ekkert. Hann er sem hjúpað ljós fyrir alla.
Góðir menn leiðbeina því öðrum og betra þá, en vondir menn eru hið ríkulega viðfangsefni. Sá, sem heiðrar ekki meistara sinn, og hinn, sem elskar ekki viðfangsefni sitt, eru báðir blindir, þótt þeir séu kallaðir hyggnir.
Þetta er leyndardómur, undra- verður og áríðandi.

Chapitre XXVIII

28. Einfeldni — dyggð eilífaðarinnar

Celui qui connaît sa force et garde la faiblesse est la vallée de l’empire (c’est-à-dire le centre où accourt tout l’empire).
S’il est la vallée de l’empire, la vertu constante ne l’abandonnera pas; il reviendra à l’état d’enfant.
Celui qui connaît ses lumières et garde les ténèbres, est le modèle de l’empire.
S’il est le modèle de l’empire, la vertu constante ne faillira pas (en lui), et il reviendra au comble (de la pureté).
Celui qui connaît sa gloire et garde l’ignominie est aussi la vallée de l’empire.
S’il est la vallée de l’empire, sa vertu constante atteindra la perfection et il reviendra à la simplicité parfaite (au Tao).
Quand la simplicité parfaite (le Tao) s’est répandue, elle a formé les êtres.
Lorsque le saint homme est élevé aux emplois, il devient le chef des magistrats. Il gouverne grandement et ne blesse personne.

Sá, er sameinar karlmennsku og kvenlega blíðu, mun verða eins og breitt fljót, sem allar lindir renna til. Þannig mun hann öðlast hina eilífu dyggð. Hann mun verða sem lítið barn.
Sá, sem veit, hve ljóminn gengur í augun, en heldur sig þó í skugganum, verður fyrirmynd allra að hógværð. Dyggðin eilífa heldur hlífiskildi yfir honum. Hann mun snúa aftur til upprunalegrar einfeldni.
Sá, sem er auðmjúkur í upphefðinni, mun verða eins og víður dalur og tekur við fyllingu hinnar eilífu dyggðar. Hann mun hverfa aftur til hins einfalda frumeðlis.
Upprunaleg einfeldni er eins og efniviður, sem ótal ker eru smíðuð úr. Sá, sem hefur hana, verður leiðtogi allra; hann er víðsýnn og beitir ekki ofbeldi.

Chapitre XXIX

29. Án strits

Si l’homme agit pour gouverner parfaitement l’empire, je vois qu’il n’y réussira pas.
L’empire est (comme) un vase divin (auquel l’homme) ne doit pas travailler.
S’il y travaille, il le détruit; s’il veut le saisir, il le perd.
C’est pourquoi, parmi les êtres, les uns marchent (en avant) et les autres suivent; les uns réchauffent et les autres refroidissent; les uns sont forts et les autres faibles, les uns se meuvent et les autres s’arrêtent.
De là vient que le saint homme supprime les excès, le luxe et la magnificence.

Sá, er vill ríkið og leggur kapp á það, mun áreiðanlega fara á mis við það. Konungdæmið er andlegs eðlis og verður ekki fengið með striti. Sá, sem ætlar sér að vinna það með striti, spillir því; sá sem vill halda því í greipum sér, týnir því.
Ýmist ber menn áfram eða aftur á bak; ýmist er heitt eða kalt; styrkur og veikleiki skiptast á; hamingjan veltur á endanum.
Þess vegna forðast vitur maður kapp og strit, gætir hófs í hvívetna og varast eftirlæti við sjálfan sig.

Chapitre XXX

30. Varað við ófriði

Celui qui aide le maître des hommes par le Tao ne (doit pas) subjuguer l’empire par les armes.
Quoi qu’on fasse aux hommes, ils rendent la pareille.
Partout où séjournent les troupes, on voit naître les épines et les ronces.
À la suite des grandes guerres, il y a nécessairement des années de disette.
L’homme vertueux frappe un coup décisif et s’arrête. Il n’ose subjuguer l’empire par la force des armes.
Il frappe un coup décisif et ne se vante point.
Il frappe un coup décisif et ne se glorifie point.
Il frappe un coup décisif et ne s’enorgueillit point.
Il frappe un coup décisif et ne combat que par nécessité.
Il frappe un coup décisif et ne veut point paraître fort.
Quand les êtres sont arrivés à la plénitude de leur force, ils vieillissent.
Cela s’appelle ne pas imiter le Tao. Celui qui n’imite pas le Tao ne tarde pas à périr.

Sá, sem vill aðstoða þjóðhöfðingjann á vegum Alvaldsins, heldur uppi valdi sínu án þess að gríða til vopna. Aðferð hans ber ríkulegan ávöxt.
Þar sem herlið hefur slegið landtjöldum, vaxa þyrnar og þislar. Af herferðum leiðir hallæri.
Góður hermaður vinnur sigur, en nemur þar staðar og kúgar ekki. Hann berst, en stærir sig ekki af því og hrósar ekki happi. Hann berst því aðeins, að brúna nauðsyn beri til. Hann berst, er valdagirni er honum fjarri.
Þegar styrkur fullorðinsáranna er fenginn, fara ellimörkin að koma í ljós. Þetta er ósamræmi við Alvaldið og það, sem Alvaldinu er andstætt, er brátt að þrotum komið.

Chapitre XXXI

31. Jarðarför og stríð

Les armes les plus excellentes sont des instruments de malheur.
Tous les hommes les détestent. C’est pourquoi celui qui possède le Tao ne s’y attache pas.
En temps de paix, le sage estime la gauche; celui qui fait la guerre estime la droite.
Les armes sont des instruments de malheur; ce ne sont point les instruments du sage.
Il ne s’en sert que lorsqu’il ne peut s’en dispenser, et met au premier rang le calme et le repos.
S’il triomphe, il ne s’en réjouit pas. S’en réjouir, c’est aimer à tuer les hommes.
Celui qui aime à tuer les hommes ne peut réussir à régner sur l’empire.
Dans les événements heureux, on préfère la gauche; dans les événements malheureux, on préfère la droite.
Le général en second occupe la gauche; le général en chef occupe la droite.
Je veux dire qu’on le place suivant les rites funèbres.
Celui qui a tué une multitude d’hommes doit pleurer sur eux avec des larmes et des sanglots.
Celui qui a vaincu dans un combat, on le place suivant les rites funèbres.

Vopn eru upphaf ógæfu, hversu skrautleg sem þau eru. Þau vekja óbeit allra. Þess vegna vill vitur maður ekki vera vopn.
Í friði er virðingarsætið til vinstri handar, en í stríði er hægra megin. Vopn eru verkfæri ógæfunnar, og vitur maður maður beitir þeim aðeins ef brýna nauðsyn ber til.
Hann þráir friðinn og hefur enga löngun til að sigra í stríði. Því að þá hefði hann gaman af manndrápum. Og sá, sem hefur ánægju af manndrápum, er ekki vel til þess fallinn að stjórna ríkinu.
Í friði og fagnaði er tignarsætið á vinstri hönd, en hægra megin þegar sorg er á ferðum. Undirforingjanum ber að vera á vinstri hlið, en yfirforinginn á að vera til hægri handar. Þetta skipulag er hið sama og við jarðarfarir.
Sá ætti að vera hryggur og harmþrunginn, sem vegið hefur að mörgum mönnum. Í sigursælum hernaði er sætum þess vegna skipað á sama hátt og við jarðarför.

Chapitre XXXII

32. Að fara veginn

Le Tao est éternel et n’a pas de nom.
Quoiqu’il soit petit de sa nature, le monde entier ne pourrait le subjuguer.
Si les vassaux et les rois peuvent le conserver, tous les êtres viendront spontanément se soumettre à eux.
Le ciel et la terre s’uniront ensemble pour faire descendre une douce rosée, et les peuples se pacifieront d’eux-mêmes sans que personne le leur ordonne.
Dès que le Tao se fut divisé, il eut un nom.
Ce nom une fois établi, il faut savoir se retenir.
Celui qui sait se retenir ne périclite jamais.
Le Tao est répandu dans l’univers.
(Tous les êtres retournent à lui) comme les rivières et les ruisseaux des montagnes retournent aux fleuves et aux mers.

Alvaldið — hið eilífa og óumbreytanlega — á sér ekkert nafn.
Þótt það sé einfalt í frumeðli sínu, þora menn ekki að færa sér það í nyt. Ef konungurinn gætti þess, mundu allir snúast sjálfkrafa til fylgis við hann.
Himinn og jörð mundu veita dögg og svala. Fólk mundi af sjálfum sér, án lagaboða, rata hinn rétta veg.
Jafnskjótt sem það kemur fram í tilverunni, fær það nafn. Og menn geta öruggir fengið þar hvíld. Þegar menn þekkja þá hvíld, er þeim ekki framar hætt við slysum og villu.
Alvaldið er heiminum það, sem fljótin og úthafið eru lækjum dalanna.

Chapitre XXXIII

33. Vaka yfir sjálfum sér

Celui qui connaît les hommes est prudent.
Celui qui se connaît lui-même est éclairé.
Celui qui dompte les hommes est puissant.
Celui qui se dompte lui-même est fort.
Celui qui sait se suffire est assez riche.
Celui qui agit avec énergie est doué d’une ferme volonté.
Celui qui ne s’écarte point de sa nature subsiste longtemps.
Celui qui meurt et ne périt pas jouit d’une (éternelle) longévité.

Sá er hygginn, sem þekkir aðra; hinn er vitur, sem þekkir sjálfan sig.
Sá er sterkur, sem sigrar aðra; hinn er mikilmenni, sem sigrast á sjálfum sér.
Sá er ríkur, sem ánægður er með hlutskipti sitt; þrekmikil starfsemi ber vott um vilja.
Sá, sem stendur vel í stöðu sinni, er öruggur.
Sá sem deyr, en ferst ekki, á hið langa líf fyrir höndum.

Chapitre XXXIV

34. Starf í hógværð

Le Tao s’étend partout; il peut aller à gauche comme à droite.
Tous les êtres comptent sur lui pour naître, et il ne les repousse point.
Quand ses mérites sont accomplis, il ne se les attribue point.
Il aime et nourrit tous les êtres, et ne se regarde pas comme leur maître.
Il est constamment sans désirs: on peut l’appeler petit.
Tous les êtres se soumettent à lui, et il ne se regarde pas comme leur maître: on peut l’appeler grand.
De là vient que, jusqu’à la fin de sa vie, le saint homme ne s’estime pas grand.
C’est pourquoi il peut accomplir de grandes choses.

Alvaldið mikla býr í öllum hlutum. Það er til vinstri handar, og það er einnig á hægri hönd.
Allt, sem lifir, hvílir á því, Það varðveitir allt, og allir hlutir lúta því.
Það fullkimnar starf sitt og telur sér það ekki ti gildis. Ástríkt elur það önn fyrir öllu, en hirðir ekki um að vera kallaður drottinn. Að eilífu hefur það engar óskir og birtist í hinu smæsta.
Allir hlutir hverfa aftur til þess og vita ekki, að það veldur. Það birtist í hinu stærsta.
Þannig er hinn vitri. Hann skeytir ekki um mikilmennsku, og fyrir því verður starf hans víðtækt.

Chapitre XXXV

35. Fyrirmyndin

Le saint garde la grande image (le Tao), et tous les peuples de l’empire accourent à lui.
Ils accourent, et il ne leur fait point de mal; il leur procure la paix, le calme et la quiétude.
La musique et les mets exquis retiennent l’étranger qui passe.
Mais lorsque le Tao sort de notre bouche, il est fade et sans saveur.
On le regarde et l’on ne peut le voir; on l’écoute et l’on ne peut l’entendre; on l’emploie et l’on ne peut l’épuiser.

Allir munu flykkjast að þeim, sem breytir eftir fyrirmyndinni miklu. Þeir leita þar athvarfs, og þá mun ekki sakna, heldur njóta þeir hvíldar og friðsællar hamingju.
Þar, sem glaumur er og gleði, munu vegfarendur nema staðar sem snöggvast.
En þótt Alvaldið sé bragðlaust og tilkomulítið á tungu mannanna og virðist ekki þess vert, að svipast sé um eftir eða á það sé hlustað, er nytsemi þess óþrotleg.

Chapitre XXXVI

36. Umskipti í vændum

Lorsqu’une créature est sur le point de se contracter, (on reconnaît) avec certitude que dans l’origine elle a eu de l’expansion.
Est-elle sur le point de s’affaiblir, (on reconnaît) avec certitude que dans l’origine elle a eu de la force.
Est-elle sur le point de dépérir, (on reconnaît) avec certitude que dans l’origine elle a eu de la splendeur.
Est-elle sur le point d’être dépouillée de tout, (on reconnaît) avec certitude que dans l’origine elle a été comblée de dons.
Cela s’appelle (une doctrine à la fois) cachée et éclatante.
Ce qui est mou triomphe de ce qui est dur; ce qui est faible triomphe de ce qui est fort.
Le poisson ne doit point quitter les abîmes; l’arme acérée du royaume ne doit pas être montrée au peuple.

Til þess að anda að sér, anda menn fyrst frá sér. Það, sem er því nær að þrotum komið, mun áreiðanlega rétta við áður. Það, sem er að því komið að niðurlægjast, mun verða upphafið áður. Þar, sem burt verður tekið, mun fyrst gefast.
Þetta kala ég hina dularfullu aðferð.
Mýktin sigrar hörkuna, og veikleikinn styrkinn.
Það má ekki flytja djúpfisk á grunn, og ekki ætti að snúa huga þjóðarinnar að vígbúnaði.

Chapitre XXXVII

37. Í réttu horfi

Le Tao pratique constamment le non-agir et (pourtant) il n’y a rien qu’il ne fasse.
Si les rois et les vassaux peuvent le conserver, tous les êtres se convertiront.
Si, une fois convertis, ils veulent encore se mettre en mouvement, je les contiendrai à l’aide de l’être simple qui n’a pas de nom (c’est-à-dire le Tao).
L’être simple qui n’a pas de nom, il ne faut pas même le désirer. L’absence de désirs procure la quiétude.
Alors l’empire se rectifie de lui-même.
LIVRE II.

Alvaldið starfar án strits og lætur ekkert ógert.
Ef konungar eða höfðingjar gætu varðveitt það, myndu allir hlutir færast í lag af sjálfum sér.
Ef þessi breyting vekti mér þrá, mundi ég sefa hana með óumræðilegri einfeldni.
Óumræðileg einfeldni sefar þrá og veitir kyrrð. Og allt mun sjálfkrafa komast í réttar skorður.

Chapitre XXXVIII

38. Manngildi og siðir

Les hommes d’une vertu supérieure ignorent leur vertu; c’est pourquoi ils ont de la vertu.
Les hommes d’une vertu inférieure n’oublient pas leur vertu; c’est pourquoi ils n’ont pas de vertu.
Les hommes d’une vertu supérieure la pratiquent sans y songer.
Les hommes d’une vertu inférieure la pratiquent avec intention.
Les hommes d’une humanité supérieure la pratiquent sans y songer.
Les hommes d’une équité supérieure la pratiquent avec intention.
Les hommes d’une urbanité supérieure la pratiquent et personne n’y répond; alors ils emploient la violence pour qu’on les paye de retour.
C’est pourquoi l’on a de la vertu après avoir perdu le Tao; de l’humanité après avoir perdu la vertu; de l’équité après avoir perdu l’humanité; de l’urbanité après avoir perdu l’équité.
L’urbanité n’est que l’écorce de la droiture et de la sincérité; c’est la source du désordre.
Le faux savoir n’est que la fleur du Tao et le principe de l’ignorance.
C’est pourquoi un grand homme s’attache au solide et laisse le superficiel.
Il estime le fruit et laisse la fleur.
C’est pourquoi il rejette l’une et adopte l’autre.

Hin æðri dyggð ljómar ekki, og er ágæti hennar. Hin óæðri dyggð hreykir sér og er þess vegna lítils verð.
Hin æðri dyggð starfar ósjálfrátt og þarf ekki að halda sér á lofti. Hin óæðri dyggð sér sinn hag og vill láta á sér bera.
Hin æðri ástúð starfar og er ósérplægin. Réttlætið starfar, en sér einnig sinn hag, þótt það sé göfugt.
Siðir og venjur færast mikið í fang, en eru sífellt á stjái og ryðja sér til rúms með ofbeldi, ef þeim er ekki viðtaka veitt.
Þess vegna er ekki unnt að draga dul á, að þegar Alvaldið hverfur, kemur dyggðin í ljós; þegar dyggðin er horfin, er ástúðin eftir; þegar ástúðin missist, kemur réttlætið til sögunnar; þegar réttlætið er farið veg allrar veraldar, setjast siðir og venjur að völdum.
Siðir og venjur eru aðeins skugginn af sannri sæmd og eru undanfari óeirða.
Grunnfærnin eltir vafurlogann og er upphaf heimsku.
Sannarlegt mikilmenni reisir á traustum grundvelli og fer ekki eftir yfirborðsgljáa. Hann hirðir ávöxtinn, en ekki blómið. Hann fleygir hisminu, en hirðir kjarnann.

Chapitre XXXIX

39. Lögmál stöðugleikans

Voici les choses qui jadis ont obtenu l’Unité.
Le ciel est pur parce qu’il a obtenu l’Unité.
La terre est en repos parce qu’elle a obtenu l’Unité.
Les esprits sont doués d’une intelligence divine parce qu’ils ont obtenu l’Unité.
Les vallées se remplissent parce qu’elles ont obtenu l’Unité.
Les dix mille êtres naissent parce qu’ils ont obtenu l’Unité.
Les princes et rois sont les modèles du monde parce qu’ils ont obtenu l’Unité.
Voilà ce que l’unité produit.
Si le ciel perdait sa pureté, il se dissoudrait;
Si la terre perdait son repos, elle s’écroulerait;
Si les esprits perdaient leur intelligence divine, ils s’anéantiraient;
Si les vallées ne se remplissaient plus, elles se dessécheraient;
Si les dix mille êtres ne naissaient plus, ils s’éteindraient;
Si les princes et les rois s’enorgueillissaient de leur noblesse et de leur élévation, et cessaient d’être les modèles (du monde), ils seraient renversés.
C’est pourquoi les nobles regardent la roture comme leur origine; les hommes élevés regardent la bassesse de la condition comme leur premier fondement.
De là vient que les princes et les rois s’appellent eux-mêmes orphelins, hommes de peu de mérite, hommes dénués de vertu.
Ne montrent-ils pas par là qu’ils regardent la roture comme leur véritable origine? Et ils ont raison!
C’est pourquoi si vous décomposez un char, vous n’avez plus de char.
(Le sage) ne veut pas être estimé comme le jade, ni méprisé comme la pierre.

Frá því í fyrndinni hefur hið Eina búið í heiðríkju himinsins, festu jarðarinnar, andlegu eðli sálnanna, straumvötnum dalanna, lífi alls heimsins, stjórn konunga og þjóðhöfðingja. Allt þetta er sprottið af hinu Eina.
Án heiðríkju mundi himinninn glatast. Án festu mundi jörðin sundrast. Án andlegs eðlis væru sálirnar máttvana. Vatnslausir mundu dalirnir skrælna. Ef lífsaflið þryri, mundu allar skepnur deyja. Ef konungar og þjóðhöfðingjar misstu álit sitt og tign, yrði þeim steypt af stóli.
Þannig hvílir tign á því, sem lítils er virt, og það, sem gnæfir hátt, hvílir á hinu lægra. Þjóðhöfðingjar og konungar nefna sig þess vegna "munaðarleysingja", "smámenni" og "hálfsmíðaða vagna". Er þetta ekki játning þess, að tign þeirra hvíli á því, að þeir hreykja sér ekki? Hálfsmíðaður vagn er vissulega ekki fullkominn.
Þeim er ekki meira í mun að ljóma sem gimsteinn, en að vera eins og vanalegur malarhnöllungur.

Chapitre XL

40. Vegurinn

Le retour au non-être (produit) le mouvement du Tao.
La faiblesse est la fonction du Tao.
Toutes les choses du monde sont nées de l’être; l’être est né du non-être.

Leiðir Alvaldsins liggja heim.
Hógværð einkennir starfsemi Alvaldsins.
Allir hlutir eiga rót sína í tilverunni, en hið tilvistarlausa er upphaf tilverunnar.

Chapitre XLI

41. Ólík viðhorf

Quand les lettrés supérieurs ont entendu parler du Tao, ils le pratiquent avec zèle.
Quand les lettrés du second ordre ont entendu parler du Tao, tantôt ils le conservent, tantôt ils le perdent.
Quand les lettrés inférieurs ont entendu parler du Tao, imi ils le tournent en dérision. S’ils ne le tournaient pas en dérision, il ne mériterait pas le nom de Tao.
C’est pourquoi les anciens disaient:
Celui qui à l’intelligence du Tao paraît enveloppé de ténèbres.
Celui qui est avancé dans le Tao ressemble à un homme arriéré.
Celui qui est à la hauteur du Tao ressemble à un homme vulgaire.
L’homme d’une vertu supérieure est comme une vallée.
L’homme d’une grande pureté est comme couvert d’opprobre.
L’homme d’un mérite immense paraît frappé d’incapacité.
L’homme d’une vertu solide semble dénué d’activité.
Lihomme simple et vrai semble vil et dégradé.
C’est un grand carré dont on ne voit pas les angles; un grand vase qui semble loin d’être achevé; une grande voix dont le son est imperceptible; une grande image dont on n’aperçoit point la forme!
Le Tao se cache et personne ne peut le nommer.
Il sait prêter (secours aux êtres) et les conduire à la perfection.

Þegar vitur maður heyrir um Alvaldið, tekur hann sér alvarlega fyrir hendur að breyta eftir því. Þegar meðalmaðurinn heyrir frá því sagt, fylgir hann því um stundarsakir, en hverfur síðan frá því. Þegar heimskinginn heyrir um það, hlær hann. Ef honum fyndist það ekki hlægilegt, gæti það ekki með réttu kallazt Vegur eilífðarinnar.
Þess vegna segir hið fornkveðna:
"Sá, sem býr í ljóma Alvaldsins, hverfur í dimmu.
"Á Vegi eilífðarinnar virðist hann vera á afturför,
"og sú leið er eins og torfærir troðningar.
"Hin æðsta dyggð liggur djúpt, sem dalur,
"og fegurðin mesta er sem ofbirta í augun.
"Sá er auðugastur, sem ánægður er með lítið;
"einlæg dyggð er álitin sérvizka
"og stöðugleikur hennar hverflyndi.
"Hinn víðasti reitur hefur engar hliðar,
"og stærsta kerið er lengst í smíðum.
"Enginn hefur heyrt hina hæstu tóna.
"Hið stærsta er formlaust — skuggi skuggans.
Alvaldið er hulið, og ekkert nafn hæfir því, en það er máttugt í örlæti sínu, svo að allt megi fullkomnast.

Chapitre XLII

42. Ummyndanir Alvaldsins

Le Tao a produit un; un a produit deux; deux a produit trois; trois a produit tous les êtres.
Tous les êtres fuient le calme et cherchent le mouvement.
Un souffle immatériel forme l’harmonie.
Ce que les hommes détestent, c’est d’être orphelins, imparfaits, dénués de vertu, et cependant les rois s'appellent ainsi eux-mêmes.
C’est pourquoi, parmi les êtres, les uns s’augmentent en se diminuant; les autres se diminuent en s’augmentant.
Ce que les hommes enseignent, je l’enseigne aussi.
Les hommes violents et inflexibles n’obtiennent point une mort naturelle.
Je veux prendre leur exemple pour la base de mes instructions.

Í fyrstu var Alvaldið eitt; hið Eina kom síðan í ljós í Tvennu; Tvennt birtist í Þrennu, sem varð upphaf alls. Allir hlutir láta dimmuna að baki og koma fram til að faðma ljósið, en andardáttur hins ósýnilega samræmir þá.
Mönnum er ekki um að vera munaðarleysingjar, smámenni, eða sem hálfsmíðaðir vagnar, en konungar og stórmenni nefna sig þannig. Því að sumir hlutir vaxa á því að minnka, en aðrir minnka á því að vaxa.
Þessi kenning annarra er einnig mín. Þeir, sem fara með ofríki og harðneskju, hljóta ekki eðlilegan dauðdaga. Á þessu vil ég reisa kenningu mína.

Chapitre XLIII

43. Stritleysið nytsamt

Les choses les plus molles du monde subjuguent les choses les plus dures du monde.
Le non-être traverse les choses impénétrables. C’est par là que je sais que le non-agir est utile.
Dans l’univers, il y a bien peu d’hommes qui sachent instruire sans parler et tirer profit du non-agir.

Það, sem er hógværast í heimi, vinnur sigur á hinu harðasta.
Hið tilvistarlausa fer þar inn, sem ekkert op er fyrir.
Þetta sýnir mér, hver kostur það er, að vera án strits.
Fáir eru þeir sem hafa lært að kenna án orða og vera nytsamir án strits.

Chapitre XLIV

44. Hvað mest er um vert

Qu’est-ce qui nous touche de plus près, de notre gloire ou de notre personne?
Qu’est-ce qui nous est le plus précieux, de notre personne ou de nos richesses?
Quel est le plus grand malheur, de les acquérir ou de les perdre?
C’est pourquoi celui qui a de grandes passions est nécessairement exposé à de grands sacrifices.
Celui qui cache un riche trésor éprouve nécessairement de grandes pertes.
Celui qui sait se suffire est à l’abri du déshonneur.
Celui qui sait s’arrêter ne périclite jamais.
Il pourra subsister longtemps.

Hvort er þér kærara, sál þín eða frægðin? Hvort er meira virði, sál þín eða eignir? Hvort er verra, að varðveita sálina og glata öðrum hlutum, eða varðveita þá og týna sál sinni?
Þeir, sem sækjast eftir frægð, hafna því, sem meira er um vert. Mikil ágirnd veldur miklu tjóni.
Sá, sem er ánægður, hefur ekkert, sem hann getur glatað. Sá þarf ekki að óttast vanvirðu, sem kann að stilla í hóf. Hann er ekki í neinni hættu og lifir lengi.

Chapitre XLV

45. Aldrei algjör

(Le Saint) est grandement parfait, et il paraît plein d’imperfections; ses ressources ne s’usent point.
Il est grandement plein, et il paraît vide; ses ressources · ne s’épuisent point.
Il est grandement droit, et il semble manquer de rectitude.
Il est grandement ingénieux, et il paraît stupide.
Il est grandement disert, et il paraît bègue.
Le mouvement triomphe du froid; le repos triomphe de la chaleur.
Celui qui est pur et tranquille devient le modèle de l’univers.

Þann mun ekki skorta viðfangsefni, sem lætur sér finnast fátt um mestu afrek sín. Þeim eru engin takmörk sett, sem lætur sér ekki nægja neina fyllingu.
Hann finnur, að ábóta er vant, þegar hann er réttlátastur — að hann er misvitur, þótt hann hafi ærna hyggni, og að einu gildir, hvort hann er orðsnjall eða staður í máli.
Starfsemi vinnur bug á kulda; hvíld eyðir hita.
Rósemi og hreinleikur hjartans veita rétta viðhorf.

Chapitre XLVI

46. Að sefa óskirnar

Lorsque le Tao régnait dans le monde, on renvoyait les chevaux pour cultiver les champs.
f Depuis que le Tao ne règne plus dans le monde, les chevaux de combat naissent sur les frontières.
Il n’y a pas de plus grand crime que de se livrer à ses désirs.
Il n’y a pas de plus grand malheur que de ne pas savoir se suffire.
il Il n’y a pas de plus grande calamité que le désir d’acquérir.
Celui qui sait se suffire est toujours content de son sort.

Þegar Alvaldið drottnar í heiminum, ganga hestar fyrir plógi. Þegar Alvaldið er að vettugi virt, fjölgar stríðsfákum á landamærum.
Enginn synd er meiri en að réttlæta metnað, engin ógæfa þyngri en sú, að vera óánægður með hlutskipti sitt, enginn löstur verri en ágirndin.
Sú fullnægja er tryggust, sem fólgin er í því, að vera ánægður.

Chapitre XLVII

47. Ekki langt sótt

Sans sortir de ma maison, je connais l’univers; sans regarder par ma fenêtre, Je découvre les voies du ciel.
Plus l’on s’éloigne et moins l'on apprend.
C’est pourquoi le sage arrive (où il veut) sans marcher; il nomme les objets sans les voir; sans agir, il accomplit de grandes choses.

Það er unnt að kynnast veröldinni án þess að koma út fyrir dyr. Það þarf ekki að líta út um gluggann til þess að sjá veg himnanna. Því víðförlari sem maðurinn verður, því minna skilur hann.
Þess vegna öðlast hinn vitri þekkingu án þess að ferðast. Hann gefur hlutunum heiti, þótt hann sjái þá ekki, og fullkomnar starf sitt án strits.

Chapitre XLVIII

48. Áhyggjur um lærdóm

Celui qui se livre à l’étude augmente chaque jour (ses connaissances).
Celui qui se livre au Tao diminue chaque jour (ses passions).
Il les diminue et les diminue sans cesse jusqu’à ce qu’il soit arrivé au non-agir.
Dès qu’il pratique le non-agir, il n’y a rien qui lui soit impossible.
C’est toujours par le non-agir que l’on devient le maître de l’empire.
Celui qui aime à agir est incapable de devenir le maître de l’empire.

Að sækjast eftir lærdóm eykur strit á hverjum degi. En á Vegi eilífðarinnar hverfur stritið.
Menn verða því sí og æ að hörfa frá stritinu, unz kyrrð er fengin. Ekkert er til, sem verður ekki fullkomnað án strits.
Sá, sem er áhyggjulaus, getur tekið við ríkinu. En hinn, sem gerir sér áhyggjur, er ekki fær um það.

Chapitre XLIX

49. Vinarþel

Le Saint n’a point de sentiments immuables. Il adopte les sentiments du peuple.
Celui qui est vertueux, il le traite comme un homme vertueux; celui qui n’est pas vertueux, il le traite aussi comme un homme vertueux. C’est là le comble de la vertu.
Celui qui est sincère, il le traité comme un homme sincère; celui qui n’est pas sincère, il le traité aussi comme un homme sincère. C’est là le comble de la sincérité.
Le Saint vivant dans le monde reste calme et tranquille, et conserve les mêmes sentiments pour tous.
Les cent familles attachent sur lui leurs oreilles et leurs yeux.
Le Saint regarde le peuple comme un enfant.

Vitur maður hefur ekki óbifanlegar skoðanir. Hann lagar sig eftir öðrum.
Ég launa gott með góðu; illt launa ég einnig með góðu. Þannig eflist hið góða.
Ég læt traust koma á móti trausti; á móti vantreusti læt ég einnig koma traust. Þetta eflir traustið.
Hinn vitri hefur sig ekki í frammi og er engum fráhverfur. Menn missa hvorki heyrnar né sjónar á honum, og hann reynist eins og börnum sínum.

Chapitre L

50. Hafinn yfir dauðann

L’homme sort de la vie pour entrer dans la mort.
Il y a treize causes de vie et treize causes de mort.
À peine est-il né que ces treize causes de mort l’entraînent rapidement au trépas.
Quelle en est la raison? C’est qu’il veut vivre avec trop d’intensité.
Or j’ai appris que celui qui sait gouverner sa vie ne craint sur sa route ni le rhinocéros, ni le tigre.
S’il entre dans une armée, il n’a besoin ni de cuirasse, ni d’armes.
Le rhinocéros ne saurait où le frapper de sa corne, le tigre où le déchirer de ses ongles, le soldat où le percer de son glaive.
Quelle en est la cause? Il est à l’abri de la mort!

Mann koma út í lífið og fara aftur inn í dauðann.
Þrír af hverjum tí efla sér lífið, og þrír greiða götu dauðans.
Enn eru þrír, sem ætla sér að lifa, en láta þó berast í áttina til dauðans. Hvað veldur? Hin óstjórnlega lífslöngun þeirra.
En ég hef heyrt, að hinn eini, sem kann að fara með lífið, sem honum er trúað fyrir, geti farið um land og þurfi ekki að sneiða hjá nashyrningum og tígrisdýrum — geti farið í stríið og þurfi ekki að hræðast vopn né herklæði. Nashyrningurinn getur hvergi stangað hann, né tígrisdýrið læst í hann klónum, og sverðið getur hvergi sært hann. Hvað veldur? Dauðinn finnur hvergi höggstað á honum.